Trúartengsl hægri stjórnmálanna á Íslandi

Það er áhugavert að fylgjast með hægri mönnum á Íslandi reyna eins og þeir geta að finna eitthvað á mig til þess að nota gegn mér. Í örvæntingu sinni þá hafa þeir tekið uppá því að vísa í myndband þar sem ég færi rök fyrir því að guð sé ekki til, og reyna síðan að búa til hneyksli úr því.

Þessi örvæting þeirra segir sína sögu. Þar sem þetta segir mér að málefnanleg staða þessa fólks (og þetta er stór hópur) er ekki nein í dag, og mun ekki batna neitt uppúr þessu. Það sem er þó áhugavert hversu fólk sem aðhyllist öfgatrú virðist vera tengt hægri stjórnmálum á Íslandi. Það er atriði sem ég mun þurfa að skoða nánar.