Makríll, ESB og sjálftaka íslendinga (og færeyinga)

Það er staðreynd að makrílveiðar íslendinga og færeyinga eru þvert á þær reglur sem íslendingar hafa samþykkt um alþjóðlega flökkustofna í Norður Atlandshafi. Það er staðreynd að Makríll sem fiskistofn er nú þegar ofveiddur í Norður Atlanshafi, og hefur verulega verið dregið úr kvóta hjá ESB ríkjum sem veiða Makríl vegna þessa.

Það sem hefur þó valdið vandræðum eru ofveiðar íslendinga og færeyinga á Makríl núna í sumar, en það ógnar þeim framförum sem ESB ríkin hafa náð í stofnstærð Makríls. Íslendingum og færeyingum er óheimilt að veiða Makríl samkvæmt alþjóðasáttmálum, enda er málum þannig háttað að það er alltaf samið um kvóta úr svona flökkustofnum eins og Makríl. Það sem er þó sérstakt við Makríl málið í heild sinni er að makrílinn hefur hingað til ekki gengið að neinu marki í íslenska og færeyska lögsögu, fyrr en núna í ár. Hvort að þetta verður árlegur viðburður er erfitt að segja til um. Það sem þó ber að hafa í huga að ESB ríkin sem veiða makríl eru að vernda sína hagsmuni eins og íslendingar vernda sína fiskveiðihagsmuni. Eini munurinn á þessu er þó að á Íslandi er þessi smádeila notuð til þess að blása upp ógeðfellda þjóðerniskennd íslendinga og auka andstöðuna við ESB á Íslandi.

Fréttir af þessu.

Fisheries commissioner threatens Faroe and Iceland with ban over mackerel row