Landbúnaðarráðherra á móti samkeppni og almenningi á Íslandi

Það er mjög alvarlegt þegar Landbúnaðarráðherra lætur þetta hérna eftir sér í fjölmiðlum um ríkisstofnun.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að Samkeppniseftirlitið sé á móti landbúnaði en vill að öðru leyti ekki tjá sig um umsögn eftirlitsins um frumvarp til búvörulaga.

Þarna er Landbúnaðarráðherra að lýsa því yfir og styðja það sé í lagi að vera á móti hagsmunum neytenda á Íslandi. Slíkt er auðvitað gjörsamlega óþolandi að slíkt skuli lýðast í íslenskri stjórnsýslu núna í dag. Gildir þá einu að þetta skuli hafa verið gert áður fyrr, með miklum tilkostnaði fyrir neytendur á Íslandi og með þeim afleiðingum að vöruúrval á Íslandi í landbúnaðarvörum var bæði lélegt og dýrt.

Það er ennfremur ljóst að Jón Bjarnarson er að koma sér undan að svara fyrir þetta frumvarp sem hann leggur fram á Alþingi með þessu svari sínu, þar sem hann ásakar Samkeppniseftirlitið um að vera á móti landbúnaði á Íslandi. Svona svör gefa eingöngu þeir sem vilja ekki, eða geta ekki svarað fyrir sig og eru því á flótta. Eins og Jón Bjarnarson augljóslega er og kemur augljóslega fram í svari hans í frétt Rúv.

Það er alveg augljóst að Jón Bjarnarson á ekki að segja af sér. Það á einfaldlega að reka Jón Bjarnarson úr ríkisstjórninni, ekki seinna en á morgun. Ástæðan er mjög einföld, Jón Bjarnarson er að vinna á móti fólki sem hann á að vera að vinna fyrir og hann er augljóslega að vinna fyrir sérhagsmunaaðila á landbúnaðarmarkaði. Það er Mjólkursamsöluna og Bændasamtök Íslands.

Þegar ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru farnir að vinna gegn kjósendum, þá á einfaldlega að reka þá með skömm úr ríkisstjórn Íslands. Aðrir kostir eru ekki í boði fyrir svoleiðis stjórnmálamenn. Jón Bjarnarson á ennfremur að segja af sér þingmennsku eftir að það er búið að reka hann úr Ríkisstjórn Íslands.

Frétt Rúv.

,,Samkeppniseftirlit á móti landbúnaði“

One Reply to “Landbúnaðarráðherra á móti samkeppni og almenningi á Íslandi”

Lokað er fyrir athugasemdir.