Satt og logið um persónuvernd

Það er ýmsu haldið fram um persónuvernd á Íslandi, dæmi um algengar lygar í þeim efnum er sú lygi að ekki megi taka myndir af fólki á því sem er skilgreint almenningsvæði. Almenn svæði eru sem dæmi gangar í húsum þar sem umferð almennings er leyfð, götur og svo framvegis. Á þeim svæðum er heimilt að taka myndir af öllu því sem fólki dettur í hug án sérstaks leyfis frá eiganda viðkomandi húss eða svæðis.

Reyndar er það þannig að ekki eru neinar takmarkanir settar á myndatökum einstaklinga á almenningssvæðum í lögum um persónuvernd. Þvert á það sem margir hafa haldið fram, en ekki fyrir svo löngu síðan lenti ég í því við myndatöku að því var haldið fram við mig að ég mætti ekki taka mynd af viðkomandi á grundvelli laga um persónuvernd. Slík fullyrðing stenst auðvitað ekki nánari skoðun, enda gilda þessi lög ekki um opinber svæði eins og áður segir.

Á Íslandi er fólki því frjálst að taka myndir af hverjum þeim sem það vill á opinberum svæðum, án sérstaks leyfis.

Lög um þetta mál.

Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga