Kostnaðurinn af stjórnsýslu Davíðs Oddssonar

Ef einhver var að velta fyrir sér hversu mikið stjórnsýsla Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar var. Þá er komið svar við þeirri spurningu, svona gróflega áætlað.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að tap útlendinga vegna bankahrunsins á Íslandi verði ekki undir sjö þúsund milljörðum króna, en það er um fjórföld landsframleiðsla þjóðarinnar.

[…]

Steingrímur segir að tap erlendra aðila vegna þess sem hér gerðist liggi ekki endanlega fyrir en verði líklegast ekki undir sjö þúsund milljörðum króna, en það er um fjórföld landsframleiðsla Íslands. Þá rifjar Steingrímur upp að hrun stóru bankanna þriggja sé sjötta, níunda og tíunda stærsta gjaldþrota sögunnar. Steingrímur segir að það hljóti að teljast einstakt og heimssögulegt hjá svo smáu hagkerfi.

Steingrímur segir að stærstu tölurnar liggi í töpuðum kröfum vegna þess sem hann kallar gjaldþrot Seðlabanka Íslands, en 192 milljarðar króna hafi verið gjaldfærðir vegna þess. Þá nálgist kostnaður vegna endurfjármögnunar banka og sparisjóða tvo hundruð milljarða króna. Heildarskuldir ríkisins í árslok 2007 hafi verið 560 milljarðar króna eða um 43 prósent af landsframleiðslunni en þær hafi farið í tæplega 1200 milljarða í lok árs 2008 eða rúmlega 80 prósent af landsframleiðslunni.

Tekið úr frétt Vísir.is hérna.

Í dag standa þessir menn, sem rústuðu efnahag Íslands með þessum afleiðingum í harðri baráttu gegn ESB aðild Íslands, og í reynd gegn fullnægjandi rannsókn á efnahagshruninu sjálfu og þeirri stjórnsýslu sem var viðhöfð á Íslandi áður en efnaahgshrunið átti sér stað.

Það er alveg ljóst, með þessar upphæðir í huga að hættan á þjóðargjaldþroti Íslands er raunveruleg. Við þjóðargjaldþrot Íslands yrði að herða gjaldeyrishöftin og líklega setja á innflutningshöft á allan innflutning á Íslandi. Slíkt mundi auðvitað þýða sjálfkrafa uppsögn á EES samningum og EFTA aðild Íslands.

Eins og staðan er í dag, þá virðast íslendingar vera tilbúnir til þess að taka þessa áhættu, og taka þar að leiðandi þeim afleiðingum sem þessari áhættu hljótast.