Andstæðingar ESB á Íslandi eru hræddir um þessar mundir

Eftir að Joe Borg, fyrrverandi sjávarútvegsfulltrúi í Framkvæmdastjórn ESB kom til Íslands um daginn hafa andstæðingar ESB á Íslandi verið á fullu að níða af honum skóinn. Í stað þess að reyna að taka á því sem hann var að segja og koma með. Þá ræðst þetta fólk beint á persónu hans, eins og annara þekktra stuðningsmanna ESB og ræðumanna sem eru jákvæðir í garð ESB aðildar Íslands.

Þetta kemur ekki á óvart, enda er hérna á ferðinni aðferð sem Davíð Oddsson hefur alltaf notað. Það er að ráðast á mannin, en ekki umræðuefnið. Þetta er aðferðarfræði sem á ekki heima í skynsamlegri og rökfastri umræðu. Það er hinsvegar augljóst að andstæðingar ESB á Íslandi eru rökþrota. Enda er það eina sem þeir styðja er verðbólgukrónan, ásamt háum vöxtum.

Vilja íslendingar virkilega það sem andstæðingar ESB á Íslandi bjóða ?