Það ber að draga Geir Haarde, Davíð Oddsson, Björn Bjarnarson og fleiri fyrir dómstóla

Þetta er ekkert voðalega flókið. Það ber að draga Geir Haarde, Davíð Oddsson, Björn Bjarnarson og fleiri fyrrverandi ráðherra fyrir dómstóla vegna brota þeirra í starfi. Það má vel vera að embættisverk Davíðs séu fyrnd frá því að hann var Forsætisráðherra Íslands. Þetta á hinsvegar ekki við um embættisverk Davíðs Oddssonar í Seðlabanka Íslands, sem hann setti á hausinn með glæpsamlegri vanrækslu sinni og vanhæfni.

Þetta sama á við um mörg embættisverk margra manna í stjórnsýslu Íslands, bæði ráðherra og aðra sem eru lægra settir. Þetta fólk þarf að draga fyrir dómstóla og dæma fyrir brot sín. Það gengur ekki að þetta fólk fái „jail free card“ útúr efnahagshruninu á Íslandi.