Andríki lýgur til um starfsemi ESB

Ég sé núna í morgunsárið að ný-frjálshyggjufólkið í Andríki er komið á fullt að gera það sem það gerir best. Að ljúga og blekkja fólk og koma með rangar upplýsingar um ESB meðal annars. Núna í dag eru ný-frjálshyggju vitleysinganir í Andríki farnir að saka ESB um spillingu í grein á vefnum Andríki. Sem er eiginlega áhugavert. Þar sem þetta ný-frjálshyggjulið sem Andríki tilheyrir hefur verið vaðandi í spillingu upp að hársverði, enda er þetta hluti af því fólki sem ber ábyrgð á efnahagshruninu sem varð á Íslandi árið 2008.

Öll greinin eins og hún leggur sig er röng og uppfull af lygum og rangfærslum. Það er ekkert flóknara en það. Þær fullyrðingar sem þetta ný-frjálshyggjulið á Andríki setur fram um bókhald ESB eru ekkert nema tómar lygar. Í frétt BBC News frá árinu 2006 um þessar bókhaldsfullyrðingar andstæðinga ESB þá kemur skýrt fram að endurskoðendur ESB samþykkja bókhald ESB og skrifa uppá það og hafa gert frá upphafi. Það eru auðvitað vandamál í bókhaldinu eins og gjarnan vill vera í svona stórri og flókinni starfi eins og ESB er. Flest af þessum villum er hinsvegar leiðrétt og það sem ekki er hægt að leiðrétta er sent til frekari rannsóknar. Enda endurheimtir ESB milljarða evra á hverju ári í gengum þetta ferli og kemur þannig á sama tíma í veg fyrir spillingu innan ESB og tap á fjármunum sem tengist spillingu sem alltaf er hætta á í svona stórri starfsemi.

Hérna er hægt að lesa frétt BBC News um bókhald ESB. Þessi frétt er frá árinu 2006.

Why the EU’s audit is bad news

Það er hinsvegar alveg ljóst að Andríki hefur ekki efni á að saka ESB um spillingu. Enda er sú hugmyndafræði sem Andríki boðar ekkert nema uppskrift að spillingu og sukki. Eins og íslendingar hafa fengið að sjá í kjölfarið á efnahagshruninu á Íslandi árið 2008.

Það eina sem er ennfremur leiðinlegt hérna er þvælan og vitleysan sem kemur frá Andríki.