Þingmenn reyna að breyta lögum eftir sínum eigin hentugleika

Stundum þarf að breyta lögum vegna þess að lögin virka ekki rétt eða þá að viðkomandi lagabókstafur er úr sér genginn. Það er hinsvegar ekkert annað en spilling þegar þingmenn fara fram á lagabreytingu svo að þeir geti komið fram sínum eigin málum eftir hentugleika. Í þessu tilfelli er um að ræða þá þingsályktunartillögu sem gerir tilraun til þess að stoppa aðildarviðræður Íslands og ESB.

Núna hefur fyrsti flutningsmaður að þessari tillögu komið með þá yfirlýsingu að hún vilji breyta lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur á þann hátt að dregið er úr þriggja mánaða frestinum sem er gefinn í þeim lögum. Þetta hefur auðvitað aðeins einn tilgang, og það er að koma þessari þingsályktunartillögu þeirra um aðildarviðræður Íslands og ESB í gegnum Alþingi og láta kjósa um aðildarviðræður Íslands og ESB á sama tíma og kosið er til stjórnlagaþings þann 27. Nóvember 2010.

Þetta er auðvitað ekkert nema hneyksli að þingmenn skuli haga sér svona. Enda er það eindregin krafa hjá mér að flutningsmenn þessar þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæði varðandi ESB aðildarvæðræðunar segi af sér þingmennsku nú þegar. Sérstaklega í ljósi þess að þessir þingmenn reyndu að brjóta landslög með því að leggja fram umrædda þingsályktunartillögu. Það er ennfremur meiri ástæða til afsagnar þessa þingmanna þegar fyrsti flutningsmaður leggur til að lögum sér breytt til þess að þóknast þeirra eigin hentisemi á Alþingi. Svona fólk er og hefur alltaf verið óhæft til þess að vera þingmenn á Alþingi Íslendinga.

Fréttir af þessari vanhæfni.

Gleymdi frestinum (Rúv.is)
Tillaga Vigdísar og Ásmundar Einars og gengur gegn lögum um þjóðaratkvæði (Eyjan.is)
Skilur hvorki upp né niður: Þetta eru undarleg vinnubrögð svo ekki sé fastar að orðið kveðið (Pressan.is)