Grunnur lagður að nýju efnahagshruni á Íslandi

Lítil og ómerkileg frétt í Viðskiptablaðinu segir frá þeim grunni sem er í dag lagður að nýju efnahagshruni á Íslandi. Væntanlega innan fimm ára ef íslendingar ganga ekki í ESB innan þess tíma. Þetta efnahagshrun mun eiga grundvöll sinn í húsnæðisverði, en um þessar mundir er verið að búa til nýja húsnæðisbólu á Íslandi í þeim tilgangi til þess að koma efnahagnum á Íslandi að stað aftur.

Þetta mun auðvitað ekki virka til lengra tíma og mun valda nýju efnahagshruni eins og áður segir. Enda er það þannig í efnahagsmálum að bólur hafa alltaf einhverja hvata sem knúa þá áfram, og í þessu tilfelli er hvatinn hækkandi húsnæðisverð á Íslandi. Sérstaklega í ljósi þess að húsnæðisverð á Íslandi er ennþá of hátt og hefur lítið farið lækkandi síðan árið 2008 þegar efnahagur Íslands hrundi fyrir alvöru í kjölfarið á efnahagsbólunni sem var ríkjandi árin þar á undan.

Ég vorkenni öllum þeim sem kaupa sér húsnæði í dag eða hafa gert slíkt undanfarna mánuði. Vegna þess að þegar þessi bóla nær hámarki og springur á ný þá mun þetta fólk sitja eftir í slæmri skuldastöðu og standa frammi fyrir meiriháttar vandræðum. Sérstaklega þar sem þessi bóla mun eingöngu dýpka kreppuna sem núna ríkir á Íslandi.

Frétt Viðskiptablaðsins.

Íbúðaverð leitar upp á við annan mánuðinn í röð