Tilraun til þess að ritskoða fjölmiðla á Íslandi

Maður að nafni Marinó G. Njálsson bregst ókvæða við þegar DV kemur upp um skuldastöðu hans (óháð dómsmálum varðandi gengislán sem hafa aðeins áhrifa á hluta lánanna) . Í stað þess að svara DV og öðrum fjölmiðlum málefnalega þá bregst Marinó G. með því að hóta hverjum þeim fjölmiðli lögsókn sem fjallar um mál hans.

Svona orðar Marinó þetta.

Mál þetta verður kært til siðanefndar Blaðamannafélagsins. Hver sá fjölmiðill sem tekur þessa frétt upp má búast við sambærilegri kæru.

Tekið héðan.

Þetta hérna er auðvitað ekkert annað en tilraun til þess að ritskoða fjölmiðla á Íslandi með hótunum um lögsóknir. Þessi tækni ef oftast notuð af fólki og fyrirtækjum sem vilja koma í veg fyrir og þagga niður í allri gagnrýni á sjálfan sig og umræðu sem tengist viðkomandi.

EFA í Ástrarlíu orðar þetta mjög vel. Þarna var fyrirtæki að reyna þagga niður í einstaklingum.

„Lawsuits are a short-sighted and self-destructive way of dealing with criticism,“ said EFA Chairperson Dale Clapperton. „As McDonalds and many other companies have learned, suing your critics will cause much more damage and bad publicity than the criticism itself ever would.“

Tekið héðan.

Fjölmiðlar eiga að fjalla um þetta mál ef þeir svo kjósa og hunsa þessar hótanir sem Marinó G, kemur með núna um þessar mundir. Það er enginn greiði gerður ef að fjölmiðlar láta eftir svona hótunum. Ég ætla ennfremur að benda Marinó G, að hóta aldrei neinu nema að hann sé tilbúinn til þess að standa við það.

21 Replies to “Tilraun til þess að ritskoða fjölmiðla á Íslandi”

  1. Er þá ekkert til í þínum heimi sem heitir friðhelgi einkalífsins – myndir þú vilja fá DV til að fjalla um að þú sért með vörtur á typpinu – ef svo væri

    1. Marinó verður að sætta sig við það að hann er orðin opinber persóna. Enda hefur hann barist fyrir þessu málefni á opinberum vetttvangi.

      Næsta svar sem kemur frá þér á þessum nótum verður einfaldlega eytt af minni hálfu. Enda er þetta ekkert nema tröllaskapur í þér.

  2. �ttalegur kjáni ertu.

    DV fer vísvitandi með rangar fréttir af málum Marínós, blaðamaður var með allar réttar staðreyndir en kaus að fara með lygar.

    �að er bara sjálfsagt að kæra það.

    Blaðamönnum á alls ekki að líðast að fara vísvitandi með lygar.

    1. Það er nú bara þannig að Marinó er sjálfur búinn að staðfesta þessar tölur. Hann að vísu heldur því fram að þetta séu rangar tölur vegna dóms hæstaréttar. Hinsvegar hefur hann ekki langt neitt fram máli sínu til stuðnings. DV ennfremur birtir ekki þessi gögn, heldur fjallar bara um þau.

      Sá eini sem er kjáni hérna ert þú.

      1. Þessar tölur eru rangar og hef ég ítrekað sagt það. Bull verður ekki að sannleika þó bullað sé til eilifðarnóns.

  3. Athugaðu að kæra til siðanefndar er ekki lögsókn í sama skilningi og hið tilvitnaða ákvæði EFA getur til kynna. Siðanefnd BÍ er ekki dómstóll og henni fylgja engin réttaráhrif. Þar að auki er þarna átt við lögsóknir stórfyrirtækja á borð við McDonalds og varla hægt að heimfæra þetta á Marino nema með miklu ímyndarafli. Það væri sjálfsagt fyrir Marino að leita réttar síns fyrir almennum dómstólum ef hann telur brotið á stjórnarskrárvörnum rétti sínum, en 1.mgr. 71. gr stjórnarskrárinnar kveður á um friðhelgi einkalífs, og því ákvæði til fyllingar eru lög um persónuvernd. Það hlýtur að vera sjálfsagður hlutur í réttarríki að geta leitað atbeina dómstóla ef maður telur brotið á sér. Eða telur þú að blaðamenn þurfi ekki aðhald og ættu að vera undanþegnir dómstólum? Það væri þá góða góssentíðin fyrir blöð á borð við DV. Nei takk.

    1. Það má vel vera. Þetta er engu að síður tilraun til þess að þagga niður í íslenskum fréttamönnum með því að nota BÍ gegn fréttamönnum. Slíkt er að mínu mati algerlega ólýðandi og óþolandi. Enda er hérna á ferðinni ekkert nema tilraun til ritskoðunar.

  4. Af hverju birta blöðin ekki skuldastöðu dómara? Lögfræðinga? Ráðherra? Fyrrverandi ráðherra? Alþingismanna? Af hverju ekki?

    1. Ráðherrar og þingmenn þurfa að gefa upp hagsmunatengsl sín á vefsíðu Alþingis. Ráðherrar falla undir þetta líka.

  5. Þetta er bara virkilega ómerkileg athöfn til þess eins fallið að sverta mannorð annars manns. Hvor er svartari þegar upp er staðið, gerandinn í hlutverki í Gróu á Leiti eða þolandinn í hlutverki Marinós?. Gróa hefur aldrei verið hátt metin, en henni virðist alltaf gert hæst undir höfði hjá DV. Það, að annars þokkalega vel gefið fólk leggi sig niður við svona fréttaflutning, er gott dæmi um \hve illa gáfurnar geta farið með skynsemina\!

    1. Guðrún, Þetta er ekki tilraun til þess að sverta mannorð manns. Þetta er tilraun til þess að ná fram upplýstri umræðu sem margir kvarta um að vanti á Íslandi.

  6. Mér þykir umfjöllum um skuldamál einstæklings sem barist hefur óeygingjarnt gegn því að troðið sé endalaut á almenningi í landinu dæma sig sjálft sem tapaðaður málstaður. þ.a.s málstður þeirra sem að telja að rödd allra annara en peningavalds, spilltarar og/- eða getulausrar stjórnsýslu eigi rétt á sér.

    Þaðer einfaldlega þannig að málsvarar réttlætis eru í flestum tilfellum einstæklingar sem að brotið hefur verið á.

    Marinó sótti ekki umboð til almenings með svikaglott á kjördag. Á honum sem „Opinberri“ persónu og þeim sem það gerðu er mikill munur. Líta ber til allrar umfjöllunar af einhverum sem kalla sig „Ábyrga“ fjölmiðla eða blaðamanna sem vilja láta taka sig alvarlega sem vandaðir fagmenn með þeim hætti sem þær eru. Lélegir pennar á rusl pappír.

    Þegar lélegir blaðamenn ritstjórar og sorprit ráðast á málsvara réttlætis, ráðst á málsvara minnihlutahópa, ráðast á allt sem þeir fá borgað fyrir að ráðast á þá ættu þeir að hafa hugfast að einn daginn verða þeir sjálfir fyrir því sem þeir predika… Og munu smakka á eigin meðali,,, það verður rammt bragðið þegar fjölmiðlar átta sig á því að sorpblaðamennska selur sál fjölmiðla til þeirra sem þá seinna vilja ritskoða. Grípi þeir til varna á þeim stigum verða þeir vændir um hlutdrægni því þeir eru jú blaðamenn,,, og vilja ekki ritskoðun.

    Rétt eins og almenningur er vændur um hlutdrægni,,, almenningur tók jú lán á bönkum til að kaupa þak yfir höfuðið, Verðtryggt eða Gengistryggt gildir engi… Hvorgt var gott.

    Áður en að blaðamenn missa fókus á hlutverki sínu og selja innslátt sin til hæstbjóðenda, hvort sem það er í formi leiguskrifta eða æsifréttamensku sem hefur þann tilgang einan eiðileggja það sem gott er og vel gert þá ættu þeir að rifja upp ljóð Martin Niemöller

    „In Germany they first came for the Communists,
    and I didn’t speak up because I wasn’t a Communist.

    Then they came for the Jews,
    and I didn’t speak up because I wasn’t a Jew.

    Then they came for the trade unionists,
    and I didn’t speak up because I wasn’t a trade unionist.

    Then they came for the Catholics,
    and I didn’t speak up because I was a Protestant.

    Then they came for me —
    and by that time no one was left to speak up.“

    Grafskrift faglegrar fréttamensku verður með þessum hætti.

    Kv, Friðgeir Sveinsson

    1. Hver eru réttindi þeirra sem skulda ekki upp í þak og gott betra í þessu dæmi ? Ég skulda lítið (vegna skóla). Á ég ekki rétt á því að felldar niður mínar skuldir til jafns við hina sem fá skuldir sínar niðurfelldar eins annað skuldugt fólk.

  7. Fjölmiðlar eru að vissu leyti að stjórna því hverjir geta haft sig í frammi á opinberum vettvangi. Þeir sem telja sig hafa eithvað til málana að leggja eiga það á hættu að fjallað sé um þeirra einkamál í fjölmiðlum. Allir hafa einhverja veika bletti sem oftar en ekki hafa lítið með málefnið að gera nema óbeint. Það er mín skoðun að þeir fjölmiðlar sem líti á það sem skildu sína að upplýsa um mál sem þessi rangtúlki hlutverk sitt. Það er mikið vald sem er falið þeim sem eiga að ákveða hverjir eru opinberar persónur. Eru blaðamenn til dæmis opinberar persónur í þessum skilningi og á almenningur heimtingu á að vita sem mest um einkahagi þeirra til að gera sér gleggri mynd af umfjöllun þeirra?

  8. Leikreglur samfélagsins er að friðhelgi einkalífs er varið af 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Ég er ekki sá brotlegi, þegar ég segist ætla að nýta mér þann rétt.

    Hafðu svo rétt eftir. Ég segi: „Mál þetta verður kært til siðanefndar Blaðamannafélagsins.“ Ekkert hefur verið kært, en ég er búinn að biðja lögfræðing að taka málið að sér.

    1. Marinó, Þetta er tilraun hjá þér til þess að stjórna umræðunni með hótunum um lögsóknir og slíkt er gjörsamlega ólýðandi í frjálsu samfélagi. Það er til nóg af svona fólki eins og þú erlendis sem beitir nákvæmlega sömu brögðum og þú ert að nota hérna.

      Sem betur fer eru fjölmiðlar erlendis óhræddari en þeir íslensku að taka á slíku fólki.

  9. JonFr: Hvernig tekur þú þátt í að greiða fyrir hrunið ?

    Mundu að það voru ekki flatskjáir sem ollu því heldur glæpamenn og gagnslausir eftirlitsaðilar sem hvorir tveggja á ábyrgð allrar þjóðarinnar.

    Hrunið er ekki þeim að kenna sem eru greiðendur á skuldabréfum verðtryggðum eða gengistryggðum.

    Athugaðu það að greiðendur skuldabréfa eru í dag að fjármagna endurreisn bankakerfisins (sem er allt of stórt) og íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna.

  10. Auðvitað eru þetta hótanir af verstu sort. Opinberar persónur verða að þola að þær verða skoðaðar betur. Styð DV 100%. Síðan er framkoma Marinós til skammar. Sýnir af sér hroka, og hagar sér eins og sannur Íslendingur 2007. „Ég vil þetta fyrir mig og mína, aðrir að borga fyrir mínar áhættur og ekkert mér að kenna“. 400 fm einbýlishús er enginn normal standard í þessu þjóðfélagi eða á ekki að vera það. Síðan er hann ekki á vanskilaskrá og getur því borgað enn sem komið er fyrir vitlausar fjárfestingar sínar. Vonadi að hann myndi berjast fyrir betra samfélagi þar sem þeim verst stöddu væri hjálpað fyrst!!
    Síðan er það skrítið varðandi friðhelgi einkalífsins að hann hikaði ekki að nefna í fjölmiðlum að konan hans væri veik, en um fjármálin má ekki fjalla???
    Lesið jonas.is hann er með þetta á hreinu.

Lokað er fyrir athugasemdir.