Konur sem eru á móti brjóstum (og öðrum tengdum hlutum)

Það eyddi stelpa mér útaf Facebook hjá sér núna í kvöld. Sök mín fyrir þessari eyðingu var sú að ég talaði um það hversu mér finnast brjóst falleg á konum (þetta spratt uppúr umræðu um nudd og hvernig einn strákur taldi bringunudd tilefni til þess að setja upp perrabros sem umrædd stelpa hló svo sjálf af). Önnur var sök mín ekki ef sök skal kalla. Hinsvegar fékk þetta atvik mig til þess að hugsa um það hvernig mörgum konum er kennt að hata sig og líkama sinn, jafnvel þó svo að ekkert sé af honum. Það er ennfremur staðreynd að flest öllum karlmönnum finnast brjóst falleg. Það er hinsvegar einnig staðreynd að umræðan á Íslandi um konur hefur þróast á þann hátt að umræða um konur er orðin meira feimnismál en áður hefur verið. Enda er umræðan á Íslandi meira orðin lík þeirri umræðu sem er að finna í Bandaríkjunum. Þar sem bannað er að tala um brjót á konum og þau þykja tabú.

Í Evrópu er þetta minna vandamál, en er þó mismunandi eftir löndum og menningu ákveðinna svæða innan ríkja Evrópu. Það er orðið dæmigert fyrir íslendinga hversu lokaðir þeir eru orðnir um þessi mál það að nefna orðið brjóst á Facebook er orðið tilefni til þess að manni er eytt út af vinalista kvenna við það sama.

Ástæðan fyrir hvernig er komið fyrir þessu hérna er að finna í baráttu öfga-feminista á Íslandi sem hafa með baráttu sinni tryggt að núna er lítið á kvenlíkamann sem leyndarmál og feimnismál. Enda hafa öfga-feministar á Íslandi tryggt það með öfgafullum málatilbúnaði sínum á undanförnum árum og búið til félagslega fælni (Social stigma) í kringum kynímynd kvenna. Þessi skaði er væntanlega varanlegur og bundinn við nokkrar kynslóðir kvenna og karla á Íslandi. Sem er miður, þar sem að skaðinn af þessu verður sá að vanvirðing fólks fyrir líkama sínum mun aukast. Einnig sem að kynsjúkdómar (sem og sjúkdómar sem tengjast brjóstum) munu aukast vegna skorts á umræðu í þjóðfélaginu um þessa hluti. Það er nú þegar farið að bera á þessu samkvæmt nýjustu tölum frá Landslæknisembættinu á Íslandi.

Hvað stelpuna varðar sem eyddi mér út. Ég sendi henni skilaboð um að hún væri á rangri leið og varaði hana við þeirri leið sem hún væri að fara. Hinsvegar er mér að öðru leiti sama. Þar sem að heimurinn er fullur af flottum og skynsömum stelpum sem geta talað um brjóst án þess að skammast sín niður í tær. Ég ætla mér að reyna kynnast einhverjum þeirra með tímanum og ef heppnin er með mér þar.

Sérstaklega í ljósi þess að ein eða fleiri stelpur sem eyða mér útaf Facebook og vilja ekki tala við mig útaf þeirri lífsstefnu hjá mér að vera frjálslyndur í mínu lífi (þetta er ekki það sama og frjálshyggja) varðandi þessa hluti og lífið almennt. Þá verður það að segjast að ég mun ekki sakna þeirra á neinn hátt. Enda munu þær einfaldlega hverfa í bakgrunnshávaðann sem fylgir lífinu þar sem ég verð þeirra ekki var. Hinsvegar óska ég þeim alls hins besta og vona að sú stefna sem þær tóku endi ekki illa hjá þeim. Það er mín skoðun að stefnur sem byggja á fordómum á fólki séu alltaf varasamar. Gildir þá einu hvað viðkomandi stefna heitir og hver hugmyndafræðin er.