Íslendingar átta sig ekki á Icesave

Samkvæmt frétt á Vísir.is (Fréttablaðið) þá kemur það fram samkvæmt sendiráðsmönnum Bandaríkjanna að íslendingar virðast almennt ekki átta sig alvarleika Icesave málsins og hversu háar upphæðir hérna er um að ræða, og þeir sem geri það séu á barmi örvætingar.

Tilvitnun úr frétt Fréttablaðsins.

Sendiherrann segir í athugasemdum sínum að fáir á Íslandi virðist átta sig á því í hverju ábyrgð Íslendinga sé fólgin og hve gríðarlega há skuldin sé. „Margir þeirra sem átta sig á þessu eru á barmi örvæntingar.“
Í janúar á síðasta ári, nokkrum dögum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að undirrita lög um Icesave-samninginn, ræddi Sam Watson sendiráðunautur, sem þá var staðgengill sendiherra, við Einar Gunnarsson og Kristján Guy Burgess frá íslenska utanríkisráðuneytinu.
Þeir sögðust þá afar svartsýnir á framtíð Íslands og að almenningur á Íslandi myndi fagna því mjög ef opinberlega væri hægt að lýsa því yfir að Bandaríkjamenn myndu lofa stuðningi eða hjálpa til við að fá málið á dagskrá hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Það er mjög nauðsynlegt að leysa Icesave málið svo að hægt sé að koma hagvexti aftur á stað á Íslandi. Enda stoppar mjög margt á Icesave og mun gera það á meðan þetta mál er óleyst hjá íslendingum.

Frétt Vísir.is.

Reyndu að koma sér hjá atkvæðagreiðslu