Öngstræti Morgunblaðsins

Morgunblaðið er komið í öngstræti vegna ESB aðildarviðræðna Íslands og ESB. Þetta öngstræti Morgunblaðsins er til komið vegna þess að gegndarlaus hræðsluáróður Morgunblaðsins gegn ESB aðildarviðræðum Íslands virkar ekki og hefur ekki virkað núna í langan tíma. Þessi hræðsluáróður Morgunblaðsins gegn ESB nær eingöngu til lítil hóps á Íslandi og þetta er sá hópur sem hefur hópast í kringum Davíð Oddsson og þau hægri öfgaöfl sem eru í kringum hann. Einnig sem að þetta hefur að einhverju leiti náð til vinstra öfgafólks á Íslandi, enda hefur Morgunblaðið gert talsvert í því höfða til þess hóps innan Vinstri Grænna undanfarna mánuði.

Hvað aðildarviðræður Íslands og ESB varðar. Þá eru samningaviðræður ekki hafnar og munu væntalega ekki hefjast fyrr en í Ágúst 2011 enda mun rýnivinnu væntanlega ekki ljúka fyrr en í Júní 2011. Hægt er að fylgjast með því ferli hérna, þar sem þessar upplýsingar eru uppfærðar reglulega. Því eru fréttir þess efnis um að samningaviðræðunar séu komnar í eitthvert öngstræti ekkert annað en meiriháttar blekkingarleikur af hálfu Evrópuandstæðinga. Í ljósi þessar staðreyndar er því afskaplega undarlegt að lesa fullyrðingar þess efnis í Morgunblaðinu. Það má því augljóst vera að frétt Morgunblaðsins er ekkert annað en uppspuni frá rótum og hefur ekki neinn annan tilgang en þann að breiða út röngum upplýsingum um stöðuna í aðildarviðræðum Íslands og ESB.

Bullfrétt Morgunblaðsins.

Fréttaskýring: Viðræður við ESB taldar komnar í algjört öngstræti (mbl.is)