Rangfærslur Evrópuandstæðinga á Íslandi um Evrópusambandið

Í nýjustu færslu á rangfærslu og áróðursvefnum Evrópuvaktin, sem er rekin af harðasta kjarna ný-frjálshyggjuliðsins sem tryggum stuðningi LÍÚ og Bændasamtaka Íslands er þessu hérna haldið fram um Evrópusambandið.

Á sínum tíma kom Jean-Claude Piris að því að finna leið út úr ógöngum ESB eftir að Lissabon-sáttmálinn hafði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi. Lögfræðingunum fundu að lokum leið og sáttmálinn tók gildi 1. desember 2009.

Evrópuvaktin 29. Janúar 2011. „Ekki eru allir viðhlæjendur vinir við viðræðuborðið í Brussel

Þetta er alrangt og í raun ekkert nema lygi. Enda fór Lisbon sáttmálin aldrei í þjóðaratkvæði í Frakklandi eða Hollandi. Það sem fór í þjóðaratkvæði var sáttmáli sem bar heitið „Treaty establishing a Constitution for Europe“ (wiki). Hérna var á ferðinni tilraun Evrópusambands ríkjanna til þess að setja alla sáttmála ESB í eitt skjal og einfalda í leiðinni reguverk Evrópusambandsins. Þessi sáttmáli tók ekki gildi, enda var það þessi sáttmáli sem var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi.

Lisbon sáttmálinn fór ekki í þjóðaratkvæði nema á Írlandi (ákvæði í stjórnarskrá landsins gerir þessa kröfu). Þar sem hann var samþykktur eftir kröfur Íra varðandi atriði sem þeir vildu fá samþykkt áður en Lisbon sáttmálinn var síðan samþykktur af Írum í nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009 með 67% atkvæða.

Lagasvið ráðherraráðsins lét einnig að sér kveða haustið 2008 að verja regluverk ESB um banka með starfstöðvar í fleiri en einu landi. Það var gert með því að snúa upp á hendur íslenskra stjórnvalda í Icesave-málinu á eftirminnilegan hátt og krefjast pólitískrar lausnar í stað lögfræðilegrar af ótta við að regluverkið stæðist ekki skoðun þriðja aðila.

Evrópuvaktin 29. Janúar 2011. „Ekki eru allir viðhlæjendur vinir við viðræðuborðið í Brussel

Þetta hérna er einnig rangt. Það er ekki Ráðherraráð Evrópusambandsins sem sér til þess að aðildarríki Evrópusambandsins fari að lögum (auka EES ríkjanna og Swiss). Heldur er það hlutverk Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að vinna í slíkum málefnum. Málefni Íslands og skylda Íslands og vanefndir þar um lentu því á dagskrá Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ekki Ráðherraráðs Evrópusambandsins eins og þarna er ranglega haldið fram.

Evrópuandstæðingar á Íslandi eru því ennþá að nota gömul brögð. Viðhalda rangfærslum á lofti sem síðan standast ekki nánari skoðun. Það er ennfremur staðreynd að þetta er sá hópur fólks sem hvað mest græðir á því að halda Íslandi fyrir utan Evrópusambandið. Á meðan almenningur mun tapa endalaust á því.

5 Replies to “Rangfærslur Evrópuandstæðinga á Íslandi um Evrópusambandið”

    1. Ég er hinsvegar fíflið sem hef rétt fyrir mér í þessu. Á meðan þú getur hinsvegar ekki rökrætt þetta mál neinu leiti, enda er þekking þín á ESB væntanlega afar takmörkuð.

  1. Þegar sá sáttmáli sem feldur var í þjóðaratkvæðagreiðslu í Hollandi og Frakklandi, var samt sem áður stærstur hluti hans notaður í að breyta Maastricht og Rómarsáttmálunum og það síðan nefnt Lisbon sáttmálinn er það ekki?

    Þó það hefi ekki beinlínis verið Lisbon sáttmálinn sjálfur sem var felldur var innihald hans að stærstu leiti fellt í þjóðaratkvæðagreiðslum í Hollandi og Frakklandi. Sé raunin sú finnst mér það ómerkilegt af þér að kalla þetta alrangt og ekkert nema lýgi.

    Með því að breyta fyrri sáttmálum kom ESB sér framhjá þeirri lýðræðislegu aðferð að beita þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samþykkja á stjórnarskrár eins og upphaflega var ætlunin.

    Mig langar að spyrja þig hverjar stærstu málefnalegu breytingarnar séu á milli Lisbon sáttmálans og þeirrar stjórnarskrár sem hafnað var í Frakklandi og Hollandi. Er þetta nánast ekki sami hluturinn nema í annari útfærslu? Mig langar líka að spyrja þig hvort þér finnist að upptaka Lisbon sáttmálans hafi farið fram með lýðræðislegum hætti, þegar að eina landið sem hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um sáttmálann, gerði það vegna kröfu þess efnis í stjórnarskrá landsins. Persónulega er ég ekki þeirrar skoðunar, mér finnst að almenningur í ESB ætti að hafa átt rétt á því að segja sína skoðun á Lisbon sáttmálanum. Ég er þó opin fyrir því að breyta afstöðu minni hvað það varðar, sýnir þú fram á góð og haldbær rök þess efnis.

    1. Elías, Þetta eru eftir á útskýringar andstæðinga ESB. Það voru breytingar sem þurfti að gera á ESB vegna fjölgunar aðildarríkja upp í 27. Þessar breytingar hefðu orðið eins óháð því hvaða sáttmáli hefði verið lagður fram.

      Lisbon sáttmálin sameinar ekki neina af þeim sáttmálum (TEU, Romar sáttmálann, Nice sáttmálann, Amdsterdam sáttmálann osfrv) eins og var áætlunin um að sameina með CTEU sáttmálanum sem hérna um ræðir.

      Að halda því fram að CTEU og Lisbon sáttmálinn séu eins er ekkert nema bölvuð vitleysa. Vegna þess að þeir eru það ekki.

      Í aðildarríkjum ESB er stundað fulltrúalýðræði, svipað því og ríkir á Íslandi. Sú fullyrðing að þetta hafi ekki verið lýðræðisleg framkvæmd er því ekkert nema tóm della í andstæðingum ESB.

      Þú getur kynnt þér sáttmála ESB hérna.

      http://europa.eu/documentation/legislation/index_en.htm

  2. jonfr: ,,Lisbon sáttmálin sameinar ekki neina af þeim sáttmálum (TEU, Romar sáttmálann, Nice sáttmálann, Amdsterdam sáttmálann osfrv) eins og var áætlunin um að sameina með CTEU sáttmálanum sem hérna um ræðir.“

    Svo ég endurtaki það sem ég skrifaði:
    – Mig langar að spyrja þig hverjar stærstu málefnalegu breytingarnar séu á milli Lisbon sáttmálans og þeirrar stjórnarskrár sem hafnað var í Frakklandi og Hollandi. Er þetta nánast ekki sami hluturinn nema í annari, útfærslu? þ.e.a.s. í staðinn fyrir eina stjórnarskrá var efnisinnihald hennar skeytt við fyrri sáttmála.

    jonfr: ,,Að halda því fram að CTEU og Lisbon sáttmálinn séu eins er ekkert nema bölvuð vitleysa. Vegna þess að þeir eru það ekki.\

    -Já þú færir sérdeildis sterk og sannfærandi rök fyrir því… vegna þess að þeir eru það ekki. Ég sagði reyndar ekki að þeir væru eins, ég sagði að málefnalegt innihald þeirra væri líkt en útfærslan sé önnur.

    Tek hérna tilvitnun úr wiki linknum sem þú vísaðir á í upphafspóstinum.
    \Technically it was agreed that the Reform Treaty would amend both the Treaty on European Union (TEU) and the Treaty establishing the European Community (TEC) heto include most provisions of the <b<European Constitution, however not to combine them into one document.\

    jonfr: ,,Í aðildarríkjum ESB er stundað fulltrúalýðræði, svipað því og ríkir á Íslandi. Sú fullyrðing að þetta hafi ekki verið lýðræðisleg framkvæmd er því ekkert nema tóm della í andstæðingum ESB\

    Í fyrsta lagi er ég ekki að fullyrða neitt, þó það sé augljóslega þinn stíll. Þú þarft ekkert að klína því yfir á andstæðinga ESB þó svo að mín skoðun sé sú að það sé ólýðræðislegt að leyfa almenningi ekki að kjósa í þjóðaratkvæðagreislu um jafn mikilvæg málefni eins og hér um ræðir. Ég segi fyrir mitt leyti að ef ég væri hluti af ESB fyndist mér mjög mikilvægt að fá að kjósa um í fyrsta lagi stjórnarskrá Evrópu sem að minnihluti ríkja innan ESB áformuðu að gera og síðan um Lisbon sáttmálann, sem aðeins ein þjóð fékk að gera og ástæðan var sú að stjórnarskrá landsins heimilaði ekki annað. Það getur vel verið að þér finnist það tóm della og þú hefur fullan rétt á því. Við höfum þá greinilega mismunandi skoðanir á lýðræði og birtingarmynd þess.

    Þakka þér fyrir linkinn á sáttmála ESB, ég hef reyndar nú þegar kynnt mér sáttmálana að allnokkru leyti, ég mæli með að þú gerir slíkt hið sama.

Lokað er fyrir athugasemdir.