Fábjánanir á AMX þekkja ekki villuskilaboð 404

Ég tek eftir því að hægri fábjánanir á AMX þekkja ekki villuskilaboð 404 sem kemur alltaf þegar eitthvað finnst ekki á internetinu. Þessi villuskilaboð er að finna í allskonar útgáfum og gerðum. Enda er ekki til neitt staðlað form yfir þær, bara að þessi villuskilaboð verði að vera til staðar.

Þannig að þegar fábjánanir á AMX saka höfund vefsíðunar þar sem hvatt var til samþykkis Icesave um að vera með auma afsökun. Þá vaða þessir menn villu vegar. Vegna þess að vefsíðunni var eytt og ég hef enga ástæðu til þess að draga í efa það sem maðurinn segir. Enda eru notendaskilmálar Webbly mjög augljósir og augljóst þar hvað er bannað hjá þeim.

Það kemur hinsvegar ekki á óvart að fábjánanir á AMX þekki ekki til villuskilaboða 404, enda er mjög sjaldgæft að öfga-hægri menn þekki vel til tölvutækninnar og hvernig hún virkar. Enda eru þetta menn sem margir hverjir eru komnir langt yfir 60 árin, restin af yngra liðinu sem hefur ætlað sér að fylgja í fótspor þeirra hefur einfaldlega mjög lítið eða ekkert tölvulæsi og hefur alltaf haft.

Ég ætla ekki að tengja beint í skrif AMX, en þetta bull hjá þeim bar þennan hérna titil, „Aum afsökun „Icesave já takk““