Baráttan gegn nafnleysi á Íslandi – III

Í þessum töluðu orðum blasa þessi hérna skilaboð við þeim sem ætla sér að setja inn athugasemdir inn á Eyjan.is.

Athugasemdakerfi Eyjunnar verður opnað aftur innan skamms og þá gefst öllum lesendum kostur á að tjá sig um efni vefjarins undir nafni.

Þarna er á ferðinni ekkert nema sú barátta sem hefur verið háð á Íslandi núna undanfarin ár (hófst með útrásardólgum sem voru á móti nafnleysingjum sem og stjórnmálamönnum sem voru einnig á móti nafnlausu fólki) gegn nafnlausu fólki sem hefur verið að tjá sig á internetinu og komið með mjög harða gagnrýni á menn og málefni.

Þetta hafa hinsvegar valdaklíkur, sérhagsmunahópar og ónýtir stjórnmálamenn ekki þolað og viljað koma í veg fyrir. Af þeim sökum var hafin barátta gegn nafnleysi á internetinu. Þar sem að Björn Ingi er ónýtur og fyrrverandi stjórnmálamaður sem tók fullan þátt í þessari tilraun til þess að þagga niður í fólki og nafnleysi þess. Þá kemur þessi ákvörðun um að kennitölutengja athugasemdakerfið á Eyjunni ekki á óvart.

Athugasemdakerfið á Eyjunni dó í dag. Blóm og kransar sendist til tjáningarfrelsisins á Íslandi.

One Reply to “Baráttan gegn nafnleysi á Íslandi – III”

  1. Það á greinilega að þagga niður í fólkinu.
    Dulnefni (nafnleynd) getur verið kostur að því leyti að innihald
    boðskapsins skiptir þá meira máli en hver flytur hann.
    Forráðamenn Eyjunnar virðast ekki átta sig á því.

Lokað er fyrir athugasemdir.