Ég óska íslendingum velfarnar í kreppunni

Ég óska íslendingum velfarnaðar í kreppunni. Forseti Íslands var rétt í þessu að gera kreppuna á Íslandi mun verri og mun lengri en þörf hefði verið á því. Enda var Forseti Íslands að loka landinu með þessari ákvörðun sinni og með því að hafna skrifa undir Icesave lögin og leysa þetta skuldavandamál íslendinga.

Í hégóma sínum hefur Forseti Íslands fordæmt íslensku þjóðina til fátæktar á næstu áratugum. Fyrir það þá fordæmi ég Ólaf Ragnar Grímsson sem Forseta Íslands.

Síðan mælist ég til þess að Alþingi Íslands samþykki vantraust á Forseta Íslands nú þegar og án nokkura fyrirvara og taki áhættuna á því að vantraustinu verði hafnað í þjóðaratkvæði í samræmi við stjórnarskrá Íslands.

Ég ætla einnig að minna fólk á núna er eitt atriði komið fram sem ég taldi að mundi gerast á þessu ári. Hægt er að lesa bloggfærsluna mína hérna.

Ísland næstu tíu árin (skrifað 7. Desember 2010)