Landsbankinn og ábyrgð á innistæðum

Þegar Landsbankinn varð gjaldþrota árið 2008 þá tryggði íslenska ríkið allar innistæður í þeim banka. Íslendingum fannst þetta sjálfsagt og eðlilegt.

Þegar það kom hinsvegar í ljós að íslenska ríkið var líka ábyrgt fyrir erlendum innistæðum sem Landsbankinn hafði safnað í útibúum sínum erlendis. Þá kom annað hljóð í íslendinga sem fyrir alla muni vildu ekki taka þessa ábyrgðir. Jafnvel þó svo að ríkin Bretland og Holland væru tilbúin að taka á sig hluta skaðans sem varð vegna Landsbankans, svo lengi sem íslendingar borguðu sinn hluta af tjóninu.

Íslendingar hafa hinsvegar kosið að hlaupast undan þessari ábyrgð með ákvörðun Forseta Íslands árið 2010 og 2011. Ástæðan fyrir því að ekki var lokað á Ísland eftir að Icesave II var hafnað er sú staðreynd að nýjar samningaviðræður hófust strax í kjölfarið eftir þá þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef íslendingar hafna Icesave III (eins og líklegt er) þá verður ekkert samið uppá nýtt. Í staðinn verður bara skellt í lás og íslendingar látnir gjalda þess að hlaupa undan ábyrgð sinni á Icesave ábyrgðinni. Það er nefnilega þannig að ákvarðanir hafa afleiðingar.

Íslendingar vildu ekki standa skil á ábyrgðum sínum við erlenda kröfuhafa Landsbankans og skuldadagar koma eftir þjóðaratkvæði um Icesave III. Íslendingar munu því ekki getað kennt neinum um nema sjálfum sér hvernig fer fyrir þeim á næstu árum.