Upplýsingar um jarðskjálftann á Nýja Sjálandi

Jarðskjálftinn sem varð í gær á Nýja Sjálandi var eftirskjálfti af jarðskjálftanum sem varð þar í September 2010 og var með stærðina Mw7.1.

Nánar um þann jarðskjálfta hérna.

NZ quake caused by unknown faultline (September 2010)

Meðal þess sem gerðist í kjölfarið á þessum Mw6.3 jarðskjálfta í Nýja Sjálandi í gær var að 30 milljón tonn af ís brotnuðu af jökli sem er þarna á Nýja Sjálandi í nágrenni við upptök þessa jarðskjálfta. Eignartjón er einnig gífurlegt og manntjón hefur orðið eins og komið hefur fram í fréttum fjölmiðla frá því að þessi jarðskjálfti átti sér stað.


Quake shakes 30m tonnes of ice off glacier

Ástæða þess að jarðskjálftinn í Nýja Sjálandi olli svona miklum skemmdum eins og raunin varð er sú staðreynd að dýpi þessa jarðskjálfta var aðeins 5 km. Ofan á þetta varð síðan mikil þyngarhröðun sem var rúmlega 1G, en í jarðskjálftanum fyrir ári síðan var hröðunin aðeins 0.8G.

Reikna má með að margir eftirskjálftar sem nái stærðinni Mb5.0 eða stærri verði á þessu svæði næstu daga, vikur og jafnvel mánuði.

Það er einnig hætta á því að þessi jarðskjálfti boði fleiri jarðskjálfta á þessu svæði sem eru ekki eftirskjálfta þessa jarðskjálfta.

Frétt um það.

Deadly quake could be sign of more to come