Sjálfstæðismenn kvarta í Vestmannaeyjum

Ég sé í fréttum að sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum kvarta sáran yfir þeim niðurskurði sem þarf að framkvæma vegna fjárlagahalla íslenska ríkisins.

Staðreyndin er hinsvegar sú að þessi fjárlagahalli íslenska ríkisins er tilkomin vegna hugmyndafræði sjálfstæðisflokksins undanfarin ár á Íslandi. Þannig þessi kvörtun bæjarstjórnar Vestmannaeyja á ekki rétt á sér. Það er ennfremur óþolandi að þessir menn skuli blanda ESB aðildarumsókn Íslands í þetta. Sérstaklega í ljósi þess að aðildarumsókn Íslands að ESB hefur ekkert með þennan niðurskurð að gera.

Frétt Morgunblaðsins um þetta væl.

Gagnrýna forgangsröðum ríkisstjórnar (mbl.is)