Umræðan er ekkert flókin Gylfi

Gylfi Arnbjörnsson kemur með þetta hérna svar á Svipan.is sem er mjög áhugavert og jafnframt mjög rangt.

[…]

Umræðan um neysluviðmið og framfærsluþörf er flókin og vekur upp ýmsar áleitnar spurningar sem erfitt er að svara með algildum hætti, oftast er hér um að ræða huglægt og persónulegt mat manna sem seint verður óumdeilt. Skoðun mín hefur verið sú að rétt væri í þessu samhengi að horfa til alþjóðlegra mælikvarða og meta umfang vandans þannig að horft sé til þess hversu stór hluti þjóðarinnar hefur ráðstöfunartekjur sem eru lægri en gengur og gerist í því samfélagi sem um ræðir. Evrópusambandið skilgreinir þann hóp sem er undir s.k. lágtekjumörkum sem þau heimili sem hafa lægri ráðstöfunartekjur en sem nema 60% af miðgildi ráðstöfunartekna. Í þessu flest tilraun til þess að bæði meta umfang fátæktar í samfélagi út frá tekjum fremur en að meta þörf fólks fyrir ýmsa neyslu og einnig setja fram skilgreint markmið fyrir bæði stjórnvöld og aðila vinnumarkaðar að vinna eftir við ákvörðun lægstu launa og bóta.

[…]

Umræðan er ekkert flókin og þetta mál er ekkert flókið. Það á að miða lágmarkslaun og lágmarksbætur við það að fólk geti lifað sómasamlegu lífi allan mánuðinn og greitt öll sín útgjöld. Þó svo að ekki væri um að ræða lúxus líf á fólki. Það er staðreynd að ekki ert hægt að lifa af á 160.000 kr á Íslandi núna í dag.

Gylfi svarar bréfi um leiðir til að lifa af 160.000 kr. (Svipan.is)