Fátæktin arfleið af hagstjórn sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins

Sú fátækt sem er að koma upp á Íslandi er tilkomin vegna hagstjórnarstefnu og stefnu sjálfstæðisflokksins með fullþingi framsóknarflokksins. Sérstaklega þar sem Davíð Oddsson var með þá hugmyndafræði að láta Öryrkja og ellilífeyrisþega mæta afgangi í þeim stjórnmálum sem hann stundaði, undir þetta tók allur sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn.

Það er því óneitanlega fáránlegt hjá fólki að kenna núverandi stjórnvöldum á Íslandi um stöðu mála hjá öryrkjum á Íslandi. Núverandi staða öryrkja á Íslandi er afleiðing þeirra stjórnmála sem voru rekin á Íslandi síðustu áratugi og enduðu með efnahagshruni árið 2008. Þessi staða hefur lítið með núverandi stjórnvöld að gera. Það sem helst lendir á stjórnvöldum í dag er að leysa núverandi efnahagsvanda án þess það komi niður á öryrkjum og það er alls óvíst að það sé hægt eins og málin standa í dag.

Ef að fólk vill fá að vita afhverju staða öryrkja er eins og hún er. Þá væri kannski ráð að senda Davíð Oddsyni tölvupóst uppá ritstjórn Morgunblaðsins.

Frétt Morgunblaðsins.

Svelta sig til að eiga mat fyrir börnin (mbl.is)