Ábyrgð þeirra sem munu segja „nei“ í Icesave kosningum

Það eru margir sem trúa því á Íslandi að með því að segja nei. Þá séu þeir að komast upp með að vísa ábyrgðinni af Icesave málinu eitthvert annað. Staðreyndin er hinsvegar sú að með því að segja „nei“ er viðkomandi fólk að lengja í vandamálinu og að auka á vandann sem hefur hlotist af þessu máli. Enda er það engum til gagns að íslendingar séu með þetta vandamál í gangi til lengri tíma litið. Enda hefur Icesave málið valdið töfum á efnahagslegum bata Íslands síðan árið 2008.

Það er algerlega augljóst að þeir sem eru á móti Icesave hafa annaðhvort ekki kynnt sér málið, eða þá að viðkomandi geta grætt eitthvað á því að halda Icesave óleystu eins og verið hefur. Það sem margir hafa að græða á Icesave er pólitísk eðlis og er í raun notað til þess að ná höggi á núverandi ríkisstjórn og stjórnmálaflokkana sem standa að henni. Jafnvel þó svo að ábyrgðin á Icesave liggi annarstaðar en hjá núverandi ríkisstjórn.

2 Replies to “Ábyrgð þeirra sem munu segja „nei“ í Icesave kosningum”

  1. Hversu vel hefur þú kynnt þér málið ef þú heldur að 1200 milljarðar falli á okkur ef við segjum nei?! Nei þýðir að við förum í mál um eftirstöðvarnar (eftir upptöku LÍ). Það eru innan við 100ma og það í íslenskum krónum. Rólegur á að segja menn ekki hafa kynnt sér málið.

    1. Vegna þess að íslendingar yrðu dæmdir til þess að greiða þetta og þá kæmi ekkert úr þrotabúi gamla Landsbankans upp í þessa skuld.

Lokað er fyrir athugasemdir.