Varðmenn spillts og ónýts styrkjarkerfis íslenskra bænda tjá sig

Það vantar ekki að varðmenn spillingar og sóunar í íslensku styrkjarkerfi eru núna farnir að stökkva til og verja þetta spillta kerfi. Fyrst byrjaði Haraldur Benediktsson í kvöldfréttum Rúv (25. Mars 2011) þar sem hann varði þá staðreynd að Bændasamtök Íslands eru með öll völd og alla yfirumsjón með allri stjórnsýslu sem varðar styrki og tengd málefni til íslenskra bænda. Á sama tíma eru þetta hagsmunasamtök sem hafa af því hagsmuni að íslenskir skattgreiðendur borgi sem mest í þetta kerfi. Jafnvel þó svo að styrkjakerfi íslensks landbúnaðar sé það dýarsta í heiminum nú um stundir og jafnframt það óskilvirkasta. Haraldur sagði nánast að Ríkisendurskoðun vissi ekkert hvað hún væri að tala um.

Núna hefur annar varðmaður þessa ónýta kerfis komið fram. Það er Björn Bjarnarson fyrrverandi dómsmálaráðherra sem núna ver þetta handónýta kerfi í bloggfærslu á Evrópuvaktinni (vefur sem er á móti ESB aðild Íslands). Björn notar sömu rök og Haraldur. Þessu er öllu saman velt yfir á Ríkisendurskoðun, sem að hans mati veit ekkert hvað hún er að tala um. Þessi rökleysa Björns er æpandi, sérstaklega í ljósi þess að hann er að verja ónýtt krefi sem kemur niður á bændum og almenningi. Enda er þetta í raun kerfi sem er án eftirlits og slíkt bíður bara uppá spillingu og sóun á peningum.

Frétt Rúv.

Hlutverk Bændasamtakanna of víðtækt (Rúv.is)