Lögbrot Útlendingastofnunar á útlendingum sem sækja um landvistar og atvinnuleyfi á Íslandi

Á Íslandi er það Útlendingastofnun sem er mjög upptekin við að brjóta lög á útlendingum vegna þess að þeir vita fullvel að margir útlendingar hafa hvorki tíma eða peninga til þess að standa í flóknum lagamálum við Útlendingastofnun. Samkvæmt lögum um Útlendinga þá getur útlendingastofnun eingöngu synjað útlendingum um dvalarleyfi (utan EES/ESB auk Sviss) ef eitthvað af þessum skilyrðum hérna er ekki fullnægt.

[…]

9. gr. Hverjir þurfa dvalarleyfi.
Útlendingur, sem hyggst ráða sig í vinnu, fyrir endurgjald eða án þess, eða stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi hér á landi, þarf, auk atvinnuleyfis þar sem það er áskilið í lögum, að hafa dvalarleyfi, nema dvöl sé heimil án dvalarleyfis skv. 2. mgr. 8. gr.
Útlendingur, sem hyggst dveljast hér lengur en honum er heimilt skv. 1. mgr. 8. gr., þarf að hafa dvalarleyfi.
10. gr. [Umsókn um dvalarleyfi.
[Með fyrirvara um ákvæði 45. og 46. gr. skal útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta skipti sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins og er honum óheimilt að koma til landsins fyrr en umsóknin hefur verið samþykkt.]1) Frá þessu má víkja ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því eða samkvæmt reglum sem [ráðherra]2) setur.
Útlendingastofnun tekur ákvörðun um dvalarleyfi. Umsækjandi skal undirrita umsóknina eigin hendi þar sem m.a. komi fram að hann samþykki að gangast undir læknisskoðun innan tveggja vikna frá komu til landsins í samræmi við gildandi lög og fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda. Umsókninni skal fylgja ljósmynd af umsækjanda og skal hann undirrita eigin hendi umsóknina þar sem m.a. komi fram að hann samþykki að gangast undir læknisskoðun innan tveggja vikna frá komu til landsins í samræmi við gildandi lög og fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda. Umsókn um dvalarleyfi skulu einnig fylgja öll þau gögn og vottorð sem Útlendingastofnun gerir kröfu um til staðfestingar á að umsækjandi uppfylli skilyrði sem lög og reglugerðir kveða á um, svo sem sakavottorð, heilbrigðisvottorð og staðfesting á framfærslu og sjúkratryggingu. [Ráðherra]2) er heimilt að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um hvaða gögn og vottorð umsækjandi skuli leggja fram.]3)

11. gr. [Grunnskilyrði dvalarleyfis.
Heimilt er að veita útlendingi dvalarleyfi í samræmi við ákvæði 12. gr. – 12. gr. e eða 13. gr. samkvæmt umsókn uppfylli hann eftirtalin grunnskilyrði:
a. framfærsla hans, sjúkratrygging og húsnæði sé tryggt, samkvæmt nánari reglum sem [ráðherra]1) setur,
b. hann uppfylli skilyrði fyrir dvalarleyfi sem fram koma í lögum þessum og reglum skv. 1. mgr. 3. gr.,
c. hann samþykki að gangast undir læknisskoðun innan tveggja vikna frá komu til landsins í samræmi við gildandi lög og fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda,
d. ekki liggi fyrir atvik sem valdið geta því að honum verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl samkvæmt öðrum ákvæðum laganna.
Framfærsla útlendings skv. a-lið 1. mgr. telst trygg ef hann fær launatekjur eða greiðslur af sjálfstæðri atvinnustarfsemi sem nægja til framfærslu hans, hann fær tryggar reglulegar greiðslur sem nægja til framfærslu hans, hefur nægilegt eigið fé til framfærslu meðan á dvölinni stendur eða fær námslán eða námsstyrk sem nægir til framfærslu hans. Eigið fé, námslán eða námsstyrkur viðkomandi þarf að vera í gjaldmiðli sem skráður er hjá Seðlabanka Íslands. Framfærsla getur stuðst við fleiri en einn lið og telst þá trygg ef útlendingurinn sýnir fram á að samanlögð fjárráð hans nægi til framfærslunnar. [Greiðslur í formi félagslegrar aðstoðar ríkis eða sveitarfélags teljast ekki til tryggrar framfærslu samkvæmt þessu ákvæði.]2)
Þegar sérstaklega stendur á er heimilt að veita dvalarleyfi til útlendings sem til landsins kemur í lögmætum og sérstökum tilgangi að fullnægðum skilyrðum 1. og 2. mgr., þrátt fyrir að hann uppfylli ekki skilyrði fyrir dvalarleyfi skv. 12. gr. – 12. gr. e eða 13. gr. Slíkt dvalarleyfi skal eigi veitt til lengri tíma en eins árs í senn og getur ekki verið grundvöllur búsetuleyfis.]3)

[10. gr. a. Útgáfa dvalarleyfis.
Dvalarleyfi verður ekki gefið út fyrr en umsókn um dvalarleyfi hefur verið samþykkt, útlendingur er kominn til landsins, hefur gengist undir læknisskoðun samkvæmt vottorði heilbrigðisstofnunar og gengið frá skráningu heimilisfangs hér á landi. Útlendingastofnun gefur út skírteini til staðfestingar á veitingu dvalarleyfis. Skírteini er gefið út á nafn útlendingsins sem er handhafi dvalarleyfisins. Í því skyni að unnt sé að bera kennsl á rétthafa dvalarleyfis og staðreyna að handhafi þess sé sá sem hann kveðst vera skal tekin stafræn mynd af umsækjanda og prentuð á skírteinið. Í sama tilgangi er [ráðherra]1) heimilt að ákveða að dvalarleyfisskírteini skuli innihalda örflögu með þeim upplýsingum sem skráðar eru á kortið auk fingrafara handhafa. Í skírteininu skal m.a. koma fram nafn útlendings, ríkisfang hans, nafn atvinnurekanda þegar það á við og gildistími dvalarleyfisins.]2)
1)L. 162/2010, 172. gr. 2)L. 86/2008, 7. gr.
[…]

[12. gr. e. Dvalarleyfi vegna náms.
Heimilt er að veita útlendingi sem ætlar að stunda fullt nám hér á landi dvalarleyfi enda fullnægi hann þeim kröfum sem gerðar eru í viðkomandi námi um undirbúning, þar á meðal tungumálakunnáttu. Skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis samkvæmt ákvæði þessu eru m.a. eftirfarandi:
a. útlendingur fullnægir skilyrðum 1. og 2. mgr. 11. gr., og
b. stundar fullt nám hér á landi samkvæmt vottorði frá hlutaðeigandi skóla.
Fullt nám telst vera 100% samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms.
Heimilt er að veita erlendum skiptinemum dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu komi þeir til landsins á vegum viðurkenndra skiptinemasamtaka.
Dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu skal að jafnaði ekki veitt til lengri tíma en sex mánaða í senn. Heimilt er að endurnýja dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu á námstíma ef útlendingur fullnægir áfram skilyrðum 1. og 2. mgr. og getur sýnt fram á viðunandi námsárangur. Námsárangur telst viðunandi hafi útlendingur lokið a.m.k. 75% af fullu námi. Við fyrstu endurnýjun dvalarleyfis telst námsárangur viðunandi hafi útlendingur lokið a.m.k. 50% af fullu námi.
Leyfi samkvæmt ákvæði þessu getur ekki verið grundvöllur búsetuleyfis.]1)
1)L. 86/2008, 10. gr.

[12. gr. f. Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.
Heimilt er að veita útlendingi dvalarleyfi, þótt ekki sé fullnægt öllum skilyrðum 11. gr., ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess eða vegna sérstakra tengsla hans við landið.
[Veita má dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum, eða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna viðkomandi eða erfiðra almennra aðstæðna í heimaríki eða í landi sem honum yrði vísað til eða vegna annarra atvika sem ekki má með réttu gera honum að bera ábyrgð á. Sérstaklega skal taka tillit til þess ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðun.
Ef sótt hefur verið um hæli skv. 46. gr. skal fyrst skorið úr því hvort skilyrði eru til þess að veita hæli áður en þessu ákvæði er beitt.
Heimilt er að veita útlendingi sem haft hefur dvalarleyfi skv. 12. gr. g í tvö ár hið minnsta dvalarleyfi samkvæmt þessari grein ef skilyrðum 1. mgr. er fullnægt og sérstakar ástæður mæla ekki gegn því.]1)
Dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu skal eigi veitt til lengri tíma en eins árs. Heimilt er að endurnýja dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu í allt að tvö ár í senn enda hafi forsendur fyrir veitingu leyfisins í upphafi ekki breyst.
Leyfi samkvæmt ákvæði þessu getur verið grundvöllur búsetuleyfis.]2)
1)L. 115/2010, 2. gr. 2)L. 86/2008, 10. gr.

[…]

14. gr. [Endurnýjun dvalarleyfis.
Endurnýja má dvalarleyfi útlendings að fenginni umsókn ef skilyrðum leyfisins er áfram fullnægt. Ef sérstaklega stendur á er þó heimilt að víkja frá skilyrði um trygga framfærslu skv. a-lið 1. mgr. 11. gr. hafi framfærsla verið ótrygg um skamma hríð vegna atvinnuleysis, slyss eða veikinda og ríkar sanngirnisástæður mæla með því.
Útlendingur sem óskar eftir endurnýjun dvalarleyfis skal sækja um hana eigi síðar en fjórum vikum áður en dvalarleyfi fellur úr gildi. Sé sótt um endurnýjun innan tilskilins frests er útlendingi heimilt að dveljast hér á landi þar til ákvörðun hefur verið tekin um umsókn hans. Að öðrum kosti skal útlendingur hverfa úr landi áður en leyfi hans rennur út.
Útlendingastofnun getur í undantekningartilvikum heimilað útlendingi áframhaldandi dvöl þar til ákvörðun hefur verið tekin um umsókn um endurnýjun leyfis sem borist hefur eftir þann frest sem um getur í 2. mgr. ef afsakanlegt er að umsókn hafi ekki verið skilað fyrr eða ríkar sanngirnisástæður mæla með því.
Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella dvalarleyfi niður þegar leyfishafi hefur dvalist erlendis samfellt lengur en þrjá mánuði. Þegar lögheimili útlendings hefur verið skráð erlendis í þrjá mánuði fellur dvalarleyfið sjálfkrafa niður. Þótt dvalarleyfi falli niður kemur það ekki í veg fyrir að útlendingur geti sótt um endurnýjun samkvæmt ákvæði þessu ef það er gert innan upphaflegs gildistíma dvalarleyfisins og sanngirnisástæður mæla með því.]1)

15. gr. [Búsetuleyfi.
Heimilt er að veita útlendingi búsetuleyfi hafi hann dvalið hér á landi samfellt síðustu fjögur ár samkvæmt dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur búsetuleyfis. Skilyrði fyrir veitingu búsetuleyfis eru m.a. eftirfarandi:
a. Útlendingur hefur sótt námskeið í íslensku fyrir útlendinga.
b. Ekki liggja fyrir ástæður sem valdið geta því að honum verði vísað úr landi, sbr. 1. mgr. 20. gr.
c. [Útlendingur sýnir fram á að framfærsla hans hafi verið trygg á dvalartíma hans og að hann hafi getað og geti framfleytt sér hérlendis með löglegum hætti. Útlendingastofnun er m.a. heimilt að afla skattframtala og gagna frá skattyfirvöldum því til staðfestingar. Greiðslur í formi félagslegrar aðstoðar ríkis eða sveitarfélags teljast ekki til tryggrar framfærslu samkvæmt þessu ákvæði. Heimilt er að víkja frá þessu skilyrði ef framfærsla hefur verið ótrygg um skamma hríð og ríkar sanngirnisástæður mæla með því.]1) [Ákvæði þessa liðar eiga ekki við hafi umsækjandi haft dvalarleyfi sem flóttamaður skv. 12. gr. j eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða skv. 4. mgr. 12. gr. f.]2)
d. Útlendingur hefur haft dvalarleyfi á sama grundvelli síðustu fjögur ár áður en umsókn um búsetuleyfi er lögð fram og skilyrði þess leyfis eru enn uppfyllt.
e. Útlendingur eigi ekki ólokið máli í refsivörslukerfinu þar sem hann er grunaður eða sakaður um refsiverða háttsemi.
Búsetuleyfi felur í sér rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi.
Heimilt er að veita barni sem fæðist eftir að forsjárforeldri kemur til landsins búsetuleyfi enda hafi foreldrið búsetuleyfi hér á landi.
Útlendingastofnun tekur ákvörðun um búsetuleyfi. Útlendingur sem óskar eftir búsetuleyfi skal sækja um leyfið til Útlendingastofnunar eigi síðar en fjórum vikum áður en dvalarleyfi fellur úr gildi. Honum er heimilt að dveljast hér á landi þar til ákvörðun hefur verið tekin um umsókn hans, enda hafi umsóknin borist Útlendingastofnun innan tilskilins frests. Ákvæði 2. og 3. mgr. 14. gr. eiga við um umsóknir sem síðar berast.
Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella búsetuleyfi niður þegar leyfishafi hefur dvalist erlendis samfellt lengur en 18 mánuði. Þegar lögheimili útlendings hefur verið skráð erlendis í 18 mánuði fellur búsetuleyfið sjálfkrafa niður. Að fenginni umsókn má heimila útlendingi lengri dvöl erlendis án þess að búsetuleyfið falli úr gildi.
Útlendingastofnun gefur út skírteini til staðfestingar á veitingu búsetuleyfis. Skírteini er gefið út á nafn útlendingsins sem er handhafi leyfisins. Ákvæði 10. gr. a eiga við um útgáfu skírteinis til staðfestingar á búsetuleyfi.
[Ráðherra]3) setur nánari reglur um búsetuleyfi, þar á meðal um lengri dvöl erlendis skv. 5. mgr. og um námskeið í íslensku fyrir útlendinga skv. 1. mgr. Þar skal kveðið á um lengd námskeiðs, lágmarkstímasókn og vottorð til staðfestingar á þátttöku. Einnig er heimilt að kveða þar á um undanþágu frá þátttöku í námskeiði fyrir útlendinga sem náð hafa viðhlítandi þekkingu í íslensku og um próf því til staðfestingar. Þá er í reglugerðinni heimilt að kveða á um gjald vegna þátttöku í námskeiði eða prófi.]4)
1)L. 114/2010, 3. gr. 2)L. 115/2010, 5. gr. 3)L. 162/2010, 172. gr. 4)L. 86/2008, 13. gr.

[…]

Lög um útlendinga

Þetta er beint uppúr lögunum um dvalarleyfi útlendinga á Íslandi. Af þessum lögum þá sé ég ekki betur en að Priyanka Thapa og Jussanam Dejah eigi að fá dvalar og atvinnuleyfi á Íslandi án frekari seinkunnar. Enda eru skilyrðin sem þarna eru talin upp fyrir dvalarleyfi uppfyllt í öllum tilvikum. Í tilfelli Priyanka Thapa þá eru félagslegar aðstæður í Nepal mjög erfiðar og fátæktin mjög mikil þar í landi. Auk þess sem að konur eru neyddar í hjónabönd við menn af ættingjum sínum í Nepal og fleiri löndum á þessu svæði. Jafnvel þó svo að Útlendingastofnun leggi ekki trúnað á slíkar upplýsingar og virðist í raun aldrei hafa gert það.

Ákvarðanir Útlendingastofnunar virðast ennfremur vera þess eðlis að eðlilegt er að krefjast rannsóknar á þeim langt aftur í tímann. Enda er óeðlilega háu hlutfalli útlendinga hafnað um landvistar og atvinnuleyfi á Íslandi. Jafnvel þó svo að viðkomandi manneskja uppfylli ölli skilyrðin fyrir slíkum leyfum. Þó svo að ekki öll málin komi í fréttirnar, þá kemur hluti þeirra fyrir dóm þar sem ákvörðun Útlendinastofnunar er oft dæmd ógild og snúið við af dómstólum.

Það er einnig augljóst að breyta þarf lögum um útlendinga á Íslandi. Enda eru þau mjög hörð og gefa í raun ekki kost á neinu öðru en að vera misnotuð af Útlendingastofnun sem túlka lögin alltaf sér í vil og eins þröngt og hún [Útlendingastofnun] kemst mögulega upp með. Þetta sést í þeim ákvörðun sem Útlendingastofnun hefur verið að taka undanfarin ár á Íslandi og þeim synjunum sem Útlendingastofnun hefur verið að láta útlendinga á Íslandi fá undanfarin ár.

Það er komið nóg af slíku. Enda er mín krafa sú að lögum um útlendinga verði breytt og þau gerð mannúðlegri og meira í átt við lögum um útlendinga annarstaðar en það sem þekkist í Danmörku og Noregi (sem íslensku lögin byggja á). Þar sem útlendingalög eru ósanngjörn í þessum löndum eins og á Íslandi.

Frétt um mál Priyanka Thapa

Brast í grát eftir synjunina (Vísir.is)

Facebook hópur.

Til stuðnings Priyönku (facebook.com)