Aðferð sjálfstæðisflokksins til þess að afla sér fylgis á Íslandi

Ég sé að sjálfstæðisflokkurinn er ennþá að auka fylgi sitt. Án þess þó að eiga það skilið. Þar sem í dag er ennþá sama spillta og vanhæfa fólkið í sjálfstæðisflokknum eins og fyrir efnahagshrunið 2008 á Íslandi. Í dag notar sjálfstæðisflokkurinn þá aðferð sem Davíð Oddsson kenndi þeim á sínum tíma. Þessari aðferð lýsti Davíð Oddsson í bók sem kom út fyrir nokkrum árum.

Hérna er tilvitnun í sjálfan Davíð Oddsson og hvaða aðferðir hann notar í sínum stjórnmálum og á Morgunblaðinu núna í dag.


Þessi tilvitnun er tekin af Facebook, þar sem hún var vistuð sem jpg mynd. Smellið til þess að fá fulla stærð.

Í dag notar sjálfstæðisflokkurinn þessa aðferð gegn ríkisstjórninni alveg óspart. Það sést best á því að þeir tala þvert um og gera lítil mál að stórum og þar fram eftir götunni upp í Hádegismóa þar sem Morgunblaðið er staðsett.

Þetta er það sem almenningur á Íslandi vill fá til valda í dag. Jafnvel þó svo að sjálfstæðisflokkurinn ásamt framsóknarflokknum beri ábyrgð á efnahagshruninu á Íslandi. Enda lögðu þeir tveir flokkar grunnin að efnahagshruninu árið 2008 á sínum valdatíma sem hófst árið 1995 og endaði árið 2007. Þá tók ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar við.