Þöggun er daglegt brauð í íslenskum fjölmiðlum

Á Íslandi er það daglegt brauð að þaggað sé niður í fólki. Nýjasta dæmið er yfirlýsing Frú Vigdísar Finnbogadóttur. Þar sem að hún lýsti því yfir að hún hefði kosið já í Icesave kosningunni (utankjörfundaratkvæði) sem fer núna fram í dag.

Í fjölmiðlum á Íslandi eru almennt flokkadrættir látnir ráða för. Í tilfelli Rúv og Morgunblaðsins eru það hagsmunir ný-frjálshyggjuarmsins sem ráða för. Enda er gerð tilraun til þess að þagga niður í öllum þeim sem gætu valdið því að þessi hópur tapaði atkvæðinu í Icesave kosningunni. Enda þarf þessi hópur að vinna þennan samning með nei svo að þeir komist aftur til valda á Íslandi. Enda er þessum hópi sama um allt það sem heitir hagsmunir almennings á Íslandi og hefur alltaf verið það.

Frétt Smugunar.

RÚV birti ekki yfirlýsingu Vigdísar Finnbogadóttur