Speki andstæðinga Icesave

Speki andstæðinga Icesave virðist aðalega hafa verið að finna hjá ný-frjálshyggjuliðinu í sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum og síðan í öfga-vinstrinu. Þessa speki er svona samkvæmt Hannesi Hólmstein Gissuarsyni öfga-hægrimanni og ný-frjálshyggjusinna.

Tekið af eyjunni.

Hann telur niðurstöðuna m.a. munu veikja ríkisstjórnina, bæta lánskjör íslenska ríkisins á alþjóðamörkuðum og minnka líkur á að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Svarið við þessu er auðvitað nei og verður alltaf nei. Ríkisstjórnin veikist ekkert við þetta. Þar sem að núna fer Icesave bara dómstólaleiðina og íslendingar verða dæmdir til þess að borga Icesave á verri kjörum en fengust í samningum Íslands, Hollands og Bretlands. Við þessu var auðvitað varað, en íslendingar hlustuðu ekki og sitja núna uppi með þessa niðurstöðu.

Hvað lánakjör Íslands varðar þá er augljóst að þau munu fara í ruslið á Mánudaginn eða á næstu dögum. Þannig að fullyrðing Hannesar um betra lánshæfismat og betri lánakjör Íslands eru ekkert annað en spuni sem hann dreifir í fjölmiðla. Bæði á Íslandi og erlendis.

„En ljóst er að tveir menn koma sigri hrósandi út úr þessum átökum. Það eru Ólafur Ragnar Grímsson forseti, sem reyndist hafa algerlega rétt fyrir sér þegar hann neitaði að staðfesta samningana, og Davíð Oddsson, hægri maður og fyrrum forsætisráðherra (1991-2004), sem í krafti stöðu sinnar sem ritstjóri stærsta dagblaðs Íslands [e. Iceland´s leading newspaper] barðist gegn samkomulaginu með kjafti og klóm. Þessir fornu fjendur eru nú samtaka í andstöðu sinni við samkomulagið og hvorugur hefur að líkindum lagt frá sér vopnin í stjórnmálum. Framtíðin ein mun leiða í ljós hvort þeir verða í fyllingu tímans samherjar eða andstæðingar.“

Morgunblaðið er ekki leiðandi dagblað á Íslandi. Áskrifendum fækkar stöðugt og þeim mun halda áfram að fækka á næstunni. Enda er ekki langt þangað til að Morgunblaðið verði gjaldþrota eins og hugmyndafræði Hannesar Hómsteins og Davíðs Oddssonar.

Frétt Eyjunnar.

Ólafur Ragnar og Davíð sigruðu í gær. Gætu endað sem samherjar í pólitík

One Reply to “Speki andstæðinga Icesave”

  1. Maður sem kallar sig Jón Valur Alice Björnsson hefur verið bannaður frá athugasemdum á þessu bloggsvæði. Vegna þess að hann hagaði sér ekki og kenndi mig við ný-frjálshyggjuna og þá drullu. Einnig fyrir þá ástæðu að hann var mjög svo dónalegur hérna við mig á þessu bloggi. Meira en það sem ég tel ásættanlegt hérna.

    Ofan á þetta þá tengir hann við vef að nafni Kryppa.com, sá vefur gengur útá geðveikar samsæriskenningar og annað slíkt. Sá vefur er ekki sæmandi hérna. Þar að auki þá er þessi maður undir fölsuðu nafni. Ég hef ekkert á móti nafnileysi. Það er hinsvegar ákveðið siðleysi að nota nöfn fólks í þessum tilfelli eins og hérna er gert.

    Að þessu sögðu. Þá bannaði ég þennan notanda og öllum komandi athugasemdum eftir þennan mann verður framvegis eytt út. Þær verða hinsvegar geymdar til öryggis eins og alltaf hjá mér.

Lokað er fyrir athugasemdir.