Lygafréttir Morgunblaðsins

Það er áhugavert að fylgjast með fréttum Morgunblaðsins í kjölfarið á höfnun Icesave samkomulagsins. Hjá Morgunblaðinu virðist það vera stefnan að þagga niður fréttir af neikvæðum afleiðingum þess að íslendingar skuli hafa hafnað Icesave III samningum. Þó svo að neikvæðu áhrifin af þessari höfnun séu ekki farin að koma miklu leiti fram. Þá er farið að bera á þeim fyrstu nú þegar.

Í kvöld hafa birst tvær fréttir hjá Morgunblaðinu sem ýkja það sem sagt er mjög mikið. Í fyrri fréttinni þá virðist sem að Morgunblaðið ljúgi til um samskipti sín við Hollenska þingkonu. Enda þýða þeir bara það sem þeir fengu frá henni þegar blaðamaður Morgunblaðsins sendi fyrirspurn til hennar. Svar hollensku þingkonunar er ekki birt í heild sinni eins og eðlilegt hefði verið. Í seinni fréttinni er vísað í Lex dálk á FT.com. Þessi dálkur heldur því fram að ákvörðun íslendinga við því að segja nei muni enduróma um evrusvæðið á komandi mánuðum. Því miður fyrir FT.com, Lex dálkinn og Morgunblaðið. Þá hafa bæði þessi blöð stöðuna ranga. Þar sem á ákvörðun íslendinga mun ekki enduróma um evrusvæðið. Heldur mun þessi ákvörðun íslendinga mun eingöngu enduróma á Íslandi í formi dýpri og lengri kreppu.

Fréttinar sem um ræðir.

„Sjáumst í réttarsalnum“ (mbl.is)
Endurómar um evrusvæðið (mbl.is)

Frétt Ft.com

Iceland: can’t pay? Won’t pay! (Ft.com)

Blaðamaður Morgunblaðsins að nafni Baldur Arnarson virðist vera mjög vel tengdur inn í sjálfstæðisflokkinn. Svona miðað við það litla sem ég fann um hann á internetinu. Þar sem þessi maður virðist hafa mjög litla sögu á internetinu við fyrstu skoðun.

3 Replies to “Lygafréttir Morgunblaðsins”

  1. Ég stóð í þeirri meiningu að Morgublaðið lygi aldrei en sleppti stundum að segja óþægilegar fréttir. Hvað finnst þér?

Lokað er fyrir athugasemdir.