Það sem AMX ný-frjálshyggjuliðið skilur ekki

Það ný-frjálshyggjuliðið sem skrifar á AMX er gjörsamlega úr sambandi við það sem er að gerast á Íslandi. Í nýjasta nafnlausu skrifum þeirra þá halda þeir því fram að “heimsendaspámenn” séu fúlir yfir niðurstöðum Icesave kosninganna. Þar sem að góðum samningi var hafnað fyrir mun verri lausn (dómstólaleiðinni).

Það sem AMX á hinsvegar við er sú staðreynd að það var varað við þeim afleiðingum að hafna Icesave samningum. Staðreyndin er hinsvegar sú að það tekur tíma fyrir þessi áhrif að koma fram. Hagvöxtur hættir ekkert á einum degi. Hagvöxtur á Íslandi mun hinsvegar dragast saman á næstu vikum og mánuðum ennþá meira en nú þegar er orðið vegna höfnunar á Icesave II samkomulaginu. Þetta er staðreynd sem að AMX liðið gjörsamlega hunsar og hefur alltaf hunsað frá upphafi kreppunnar á Íslandi. Þetta fólk nefnilega gerir ekki annað en að hunsa raunveruleikann í kringum sig og hefur alltaf gert það frá upphafi kreppunnar á Íslandi. Fólkið sem stendur á bak við AMX er einnig það fólk sem hvað harðast barðist á móti Icesave II og III samningum. Höfnun þeirra samninga hefur leitt til minni hagvaxtar á Íslandi undanfarin ár en annars hefði gerst. Hefði Icesave deilan verið leyst með samningum. Ábyrgðarleysi þessa fólks er með einsdæmum, en ætti ekki að koma á óvart miðað við hugsunarháttinn hjá þessu fólki.

Þeir sem vilja lesa færslu nafnlausa ný-frjálshyggjuliðsins á AMX geta gert það ef þeir leita á Google með þessu hérna “Dómsdagsspámenn sitja með fýlusvip”. Ég nefnilega tengi ekki við AMX, enda bíð ég lesendum mínum ekki uppá beina tengingu við þann daglega viðbjóð sem er að finna á AMX.

One Reply to “Það sem AMX ný-frjálshyggjuliðið skilur ekki”

  1. Margir hafa haldið þessu sama fram og þú. En þjóðin tók ekki mark á og því fór sem fór. Núna verðum við fátæk um aldur og ævi. Engin hagvöxtur, atvinnuleysi og mikill aflasamdráttur. Allt náhirðinni og skósveinum hennar að kenna. Hvað gengur að svona fólki sem ekki vill eða getur hugsað um hagsmuni Íslendinga í víðara samhengi. Hvað er hægt að gera?

Comments are closed.