Samtök Atvinnulífsins standa vörð um aukin hagnað fyrirtækja

Það er augljóst að Samtök Atvinnulífsins eru láglaunasamtök og stefna að því að viðhalda því láglaunakerfi sem komið var á Íslandi í stjórnartíð sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins. Þar sem markmið Samtaka Atvinnulífsins virðist vera það eitt að viðhalda fátækt í íslensku samfélagi. Þessu markmiði ná Samtök Atvinnulífsins með því að neita að láta hækka laun á Íslandi upp í 200.000 kr. Það er því augljóst að Samtök Atvinnulífsins eru að ganga erinda ákveðin hóps atvinnurekenda sem eru að hækka hagnað sinn á kostað launafólks. Það er gert með því að halda launun lágum eins og þeir geta. Þannig geta þessi fyrirtæki aukið hagnaðarhlutfall sitt umtalsvert frá því sem annars væri. Þetta er auðvitað ekki annað en ákveðið form spillingar sem hérna er um að ræða.

Þar sem almenningur fær í raun að bera kostnaðinn af hagnaði fyrirtækjanna sem um ræðir hjá Samtökum Atvinnulífsins. Þetta er ennfremur efnahagsstefna sem á ekki að líðast á Íslandi. Hvorki núna eða á öðrum tíma.

Frétt Rúv um þetta.

Vilhjálmur útilokar árs samning (Rúv.is)