Ein af ástæðum þess að ég vil ekki flytja til Íslands

Ég hef margar ástæður fyrir því að vilja ekki flytja aftur til Íslands. Hérna er ein þeirra. Smellið á myndinar til þess að fá þær í betri upplausn. Umræddur maður býr í Reykjavík en er frá Hvammstanga. Hann er búinn með 4. Stig í vélstjórn, sem jafngildir D stigi í vélstjórn núna í dag. Þrátt fyrir það. Þá veit þessi maður afskaplega fátt um það sem þarna er rætt. Hann gerir heldur enga tilraun til þess að kanna málið fyrirfram. Takið eftir því að hann byrjar á því að kalla mig þröngsýnan og fer síðan í alveg ógurlega fílu þegar ég svara fyrir mig af fullum hálsi.

Ef að ég hefði flutt aftur til Íslands. Þá hefði ég væntanlega flutt aftur á Hvammstanga. Ég er feginn að það verður ekkert úr því. Þar sem ég hætti við að flytja aftur til Íslands.

Ég geri þessar myndir ekki nafnlausar og ég mun ekki fjarlægja þær nema með dómsúrskurði frá Hæstarétti Danmerkur. Enda er lögheimili mitt í Danmörku núna og því er lögsagan þar.






Það má vel vera að hann taki illa í það að vera kallaður drulluhali. Það er þó augljóst að hann stendur fyllilega undir því nafni með þessari hegðun sinni. Ég bendi einnig á þá staðreynd að hann kallaði mig „þröngsýnan“ og „vitlausan“ án þess að færa rök fyrir máli sínu í þessari umræðu. Enda varð hann fljótt röklaus eins og aðrir þarna sem vita ekkert um hvað málin snúast sem þeir voru að tala um.

3 Replies to “Ein af ástæðum þess að ég vil ekki flytja til Íslands”

  1. Þú hefur 100% rétt fyrir þér Jón!

    Þessi Arnar Páll ætti að skammast sín en hann hlýtur að eiga við sjálfan sig er hann segir: „fatlaðir eiga ekki að vera með internetið… „

  2. Þessi gaur er nú greinilega dóni og bully sem kann greinilega ekkert á internetið. Heldur líklegast að hann sé að rífast heima hjá sér. Eina leiðin til að kenna svona mannvitsbrekkum er að sýna öllum hvað þeir skrifa og það undir nafni. Gott á hann og flott hjá þér 🙂

Lokað er fyrir athugasemdir.