Grunnir jarðskjálftar norðan Öskju

Síðustu sólarhringa hefur verið smá jarðskjálftahrina norðan við Öskju. Það sem er áhugavert við þessa jarðskjálftahrinu er sú staðreynd að jarðskjálftarnir í þessari hrinu hafa verið að fara stöðugt ofar í jarðskorpuna. Síðasti jarðskjálftinn á þessu svæði var á 0.0 km dýpi samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Dýpi jarðskjálftana á þessu svæði hefur verið frá rúmum 9 km og upp í 0.0 km. Það er hugsanlegt að ástæða þess hversu grunnir þessir jarðskjálftar eru orðnir á þessu svæði er að þarna sé kvikuinnskot að troða sér upp berggrunninn. Það liggur þó ekki ljóst fyrir á þessari stundu, en er líklegast það sem er að gerast.

Hvort að þarna muni gjósa er síðan ennþá óljósari spurning, en eins og málin eru að þróast þarna. Þá eru góðar líkur á eldgosi á þessu svæði. Það er þó ekki alveg útilokað að þarna gerist nákvæmlega ekki neitt og ekkert eldgos verði. Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá hvað gerist með Öskju. Ég bendi ennfremur á það að eldgos utan megin eldfjallsins Öskju eru algeng í sögulegu samhengi.