Háhraða klúður Símans

Það háhraðaverkefni sem farið var í fyrir nokkrum árum til þess að bæta internet samband til bænda á Íslandi hefur vægast sagt gengið illa. Þar sem það fjarskiptasamband sem íslenskir bændur fá í mörgum tilfellum uppfyllir ekki kröfur um háhraðasamband eins og þær eru skilgreindar í dag. Flestum bændum bjóðast eingöngu 2Mbps tenging, ef þeir ná svo miklum hraða til að byrja.

Verstur er hraðinn þar sem að fólk er á 3G sambandi, og einnig á svæðum þar sem að ADSL samband er slæmt. Það er einnig einkenni á 3G svæðum að það eru margir notendur á hverjum sendi. Þannig að þegar hámarksálag er í gangi þá er internetið hægt hjá öllum þeim sem nota viðkomandi 3G sendi. Vandamálið er það að eru of margir notendur á hvern sendir sem eru notaðir, og Síminn hefur ekki fjölgað sendum til þess að bæta ástandið hjá notendum sínum í þessu verkefni. Oft á tíðum fá notendur minna en 2Mbps hraða. Á sumum ADSL svæðum er línuhraðinn einnig talsvert lægri heldur en 2Mbps sem krafist er í háhraðaverkefnu.

Ástandið er einnig mjög slæmt hjá þeim sem eru á gervihnattasambandi. Þar fá notendur jafnvel ekki 1Mbps hraða niður þegar mesta álagið er til staðar. Þó svo að krafan sé 2Mbps til allra notenda í þessu háhraðaverkefni ríkissjóðs.

Það virðist þó vera að þó svo að ríkissjóður hafi borgað þetta verkefni og í reynd heimilað Símanum að hafa einokun á þessum svæðum um ókomna framtíð (önnur fjarskiptafyrirtæki fá ekki aðgang að þessum 3G sendum Símans sem dæmi. Þó svo að þeir séu borgaðir af íslenska ríkinu). Þeir sem svo endanum sitja uppi með vandamálin af þessu slæma kerfi eru íslenskir bændur sem bera kostnaðinn af því að vera með verri internet þjónustu þegar á reynir.

Einnig sem að íslenskir bændur njóta ekki sömu möguleika en aðrir á internetinu vegna þess hversu hæg internet tengingin er hjá þeim og uppfyllir ekki kröfur dagsins í dag. Áhuginn til þess að laga þetta og breyta þessu er svo auðvitað enginn þegar á reynir. Hvorki hjá Símanum eða íslenska ríkinu.