Íslenski draumurinn

Íslenski draumurinn er ekkert voðalega flókinn. Hann snýst um að eiga, og eiga síðan vera flott og síðan þarf fólk helst að eiga meira en það þarf. Hinum íslenska draumi er haldið að fólki af stjórnmálamönnum og samfélaginu. Þeir sem síðan ná ekki að uppfylla íslenska drauminn um eignir og flottheit lenda í útjaðri þjóðfélagsins. Þetta hefur síðan þróast á Íslandi þannig að þetta fólk er orðin falin þjóðfélagsstærð. Það er helst ekki fjallað um þennan þjóðfélagshóp í fréttum eða í íslenskri umræðu. Þegar það er fjallað um þetta fólk, þá er það oft gert á fordómafullan hátt eða með háðungi.

Þetta fólk sem ég er að tala um eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar og fátækir. Einnig sem að útlendingar eru oft talir með þessum hópi, þó er það staðreynd að útlendingar á Íslandi eru sérstakur jaðarhópur sem er ekki blandað (mikið) saman við aðra jarðarhópar á Íslandi. Þó þurfa þessir hópar fólks að þola jafn mikla fordóma af hálfu íslendinga sem eiga eignir og uppfylla þjóðfélagskröfuna um íslenska drauminn. Síðan efnahagshrunið átti sér stað hafa íslendingar ekki verið neitt voðalega feimnir við að beina pirringi sínum í átt að þessum þjóðfélagshópum.

Því miður enda dökku hliðarnar á hinum íslenska draumi ekki þarna. Það er meira sem er í gangi er bara óþol og jafnvel hatur á fólki sem uppfyllir ekki efnislegar kröfur hins íslenska draums. Hinn svarti hluti íslenska draums er sú staðreynd að þessi draumur byggir, og hefur alltaf byggt á íslenskri þjóðernishyggju og engu öðru. Enda er þjóðernishyggja bakbein, faðir og móðir hins íslenska draums. Enda gæti ekki verið neinn íslenskur draumur án þeirrar þjóðernishyggju sem hinn íslenski draumur byggir á.

Þessi þjóðernishyggja byggir á hugmyndum um sjálfstæði, fullveldi og einangrun. Enda byggir hinn íslenski draumur á fullvalda íslenskri þjóð og sjálfstæðri. Hinsvegar fór þetta að þróast þannig fyrir mörgum árum síðan þannig að einangrun er eina lausn íslensku þjóðarinnar. Skera skal á öll samskipti við þjóðirnar í kringum Ísland. Þá til þess að bjarga íslensku þjóðinni frá vondum útlendingum, og tryggja sér-réttindahópum í íslensku þjóðfélagi það sem þeir eiga skilið. Gróða og glans mynd skal það vera fyrir þetta fólk. Þetta fólk, sem er moldríkt margt hvert og tilheyrir sérréttinda hópum íslensku þjóðfélagi hefur nú hafið baráttu gegn frekari tengslum íslendinga við þjóðir Evrópu í gegnum aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til þess að tryggja þessu fólki að hagsmunir þess verði ekki fyrir skaða. Þá er fengið fólk úr hinum þjóðfélagshópunum til þess að reka áróðurinn fyrir einangrun Íslands og því að tryggja hagsmuni þessa fólks. Enda þrífst í einangrunni spilling sem tryggir þessum þjóðfélagshópi þann lúxus sem þau finnst þau eiga skilið.

Ég er hinsvegar hræddur um að íslendingar muni ekkert yfirgefa íslenska drauminn á næstunni. Þar sem margir íslendingar eru fastir í blekkingunni um íslenska drauminn og hafa verið í mörg ár nú þegar. Efnahagshrunið hefur engu breytt þar um, aðeins hægt á fólki að ná íslenska draumnum. Jafnvel þó svo að íslenski draumurinn hafi í raun breyst í martröð, sem fer hægt versnandi þessa dagana. Enda mun ættbálkafræðin á Íslandi tryggja framhaldslíf hins íslenska draums um ókomnaframtíð. Jafnvel þó svo að það þýði áframhaldandi vandræði fyrir meirihluta íslensku þjóðarinnar.

Ég tók hinsvegar þá ákvörðun um daginn að yfirgefa íslenska drauminn. Ég ætla mér hvorki að eiga bíl eða hús. Stefnan hjá mér verður bara að leigja húsnæði og nota almenningssamgöngur (strætó og lestir), síðan ætla ég mér bara að hjóla annað sem ég þarf að fara. Fyrst og fremst ætla ég mér þó að búa ekki á Íslandi. Enda er það stefnan hjá mér að búa í Danmörku, um leið og ég hef tekjunnar í það. Enda mat ég það sem svo að ég mundi ekki hafa neitt upp úr íslenska draumnum. Þó svo að ég mundi reyna að uppfylla hann eins og ætlast er til af manni af íslenska þjóðfélaginu.

Ég tel að mér muni vegna betur í Danmörku og Kaupmannarhöfn en á Íslandi, og þar muni ég hafa betra og áhugaverðara líf en á Íslandi. Þar sem líf mitt mundi snúast um að uppfylla tóma drauma íslenskar efnishyggju og græði ef að ég væri á Íslandi, þar væri ég einnig í jarðarhóp og yrði álitinn sérvitringur og jafnvel sakaður um að hata íslendinga (sem ég hef reyndar verið kallaður nú þegar).

Af þessum sökum kveð ég íslenska drauminn með engri eftirsjá eða söknuði. Það er kominn tími hjá mér að snúa mér að uppbyggilegri hlutum en íslenska draumnum.

4 Replies to “Íslenski draumurinn”

  1. Einmitt thad sem ESB sinnar eiga ad gera, leyfa okkur hinum ad vera i fridi og flytja til ESB.Takk fyrir.Sendu okkur svo linu um hvad lifid er yndislegt i ESB.

    1. Það er mjög gott að búa í aðildarríki ESB. Það segi ég af reynslu, og ætla að flytja þangað aftur.

      Þú ert hinsvegar mjög lýsandi dæmi um hinn týpíska íslending sem getur ekki einu sinni tjáð sig undir löglegu tölvupóstfangi hérna. Mér er alveg sama, en ég ætla mér þó að gera þá kröfu að fólk sé með gilt tölvupóstfang þegar það skrifar inn athugasemdir hérna.

      Eins og svo margir aðrir íslendingar þá ert þú ekkert nema hræddur heigull sem þorir ekki að taka á vandamálinu. Þú velur frekar kvöluna heldur en gott líf. Síðan vogar þú að fordæma og hata alla þá sem þora og flytja frá Íslandi til betra lífs í Evrópu.

      1. Hvar sést ég fordæma og hata í þessum fáu línum?
        Ég er bara að benda á þá staðreynd að þeir sem elska ESB mega elska ESB fyrir mér,en bara láta mig í friði.Alveg eins með Jesú og Múhammeð.Trúðu þínu í friði vinur.
        Og ég bið einnig um það að þeir sem elska Kína banni mér ekki að borða með hnífapörum.

        1. Næst þegar þú skrifar undir fölsku netfangi. Þá mun svarið ekki birtast frá þér.

          Þetta er ennfremur engin trú hjá mér. Þetta er efnahagsleg staðreynd, og ekkert annað.

Lokað er fyrir athugasemdir.