Formaður framsóknarflokksins lýgur í fjölmiðlum (og víðar) um Schengen og glæpitíðni

Fyrir þá sem hafa verið að taka eftir því hvernig Sigmundur Davíð hefur verið að tala gegn Schengen samstarfinu undanfarið í fjölmiðlum. Þá ætti fólk einnig að veita því athygli að þær fullyrðingar sem Sigmundur Davíð heldur fram eru ekkert nema lygar og blekkingar.

Hérna er gott dæmi um þessa blekkingu sem Sigmundur Davíð notar gegn útlendingum í umræðunni á Alþingi og í fjölmiðlum.

„Það er gagnlegt að fá þessar upplýsingar, sem hæstvirtur ráðherra vísaði til, um að erlendum fögnum hefði farið fjölgandi frá árinu 2001, árinu sem Íslendingar urðu aðilar að Schengen,“ sagði Sigmundur um svar Ögmundar.

Frétt Vísir.is, 22 prósent fanga erlendir ríkisborgarar

Það er nú bara þannig að þetta hefur ekkert með Schengen að gera. Enda urðu ríki austur Evrópu ekki aðildar að ESB fyrr en árið 2004 og 2007, og að Schengen fyrr en nokkrum árum síðar. Enda er það þannig að vegna EES samningins sem íslendingar eru aðildar að þá hefur fólk frá þessum löndum rétt á því að koma og starfa á Íslandi og það kemur Schengen aðild Íslands nákvæmlega ekkert við. Ólíkt því sem Sigmundur Davíð gefur þarna svo augljóslega í skyn.

Þó svo að Ísland stæði utan við Schengen samstarfið og væri með fullt vegabréfaeftirlit. Þá væri ekki hægt að koma í veg fyrir að útlendingar frá ESB löndum kæmu til Íslands vegna réttinda þeirra sem koma með aðild Íslands með EES samningum.

Það sem er ennfremur áhugaverð staðreynd að í íslenskum fangelsum eru eingöngu 22% (rúmlega) fanga sem eru með erlent ríkisfang. Restin eru allt saman íslenskir ríkisborgarar, eða þessi 78% rúmlega. Þetta er samkvæmt tölum frá dómsmálaráðherra sjálfum.

Það er einnig staðreynd að fullyrðingar þess efnis að erlend glæpabylgja sé í gangi er ekkert nema goðsögn sem er viðhaldið af öfgafólki eins og Sigmundi Davíð, sem elur á útlendingahatri og fordómum. Samkvæmt könnun bresku lögreglunar frá árinu 2008 kom í ljós að fullyrðingar þess efnis að það væri bylgja erlendra glæpamanna væri að ganga yfir Bretland væri ekkert nema goðsögn. Enda væru ekki nein töluleg gögn sem styðja þessa fullyrðingu og hafa aldrei gert.

Það stoppar þó ekki einstaklinga sem ala á útlendingahatri og þjóðrembu að fullyrða svona í fjölmiðlum og annarstaðar þar sem það hentar þeim. Enda er þetta ódýra og skítuga leiðin til þess að afla sér vinsælda í könnunum (ég mun líka fjalla sérstaklega um þessa könnun). Hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Stjórnmálaflokkar sem keyra á svona stefnu útlendingahaturs og fordóma hafa aldrei haft neitt gott í hyggju eins og sagan kenndi mannkyninu á 20 öldinni.

Greinar tengdar þessu.

22 prósent fanga erlendir ríkisborgarar (Vísir.is, Júní 2011)
Migrant crime wave a myth – police study (Guardian, 2008)

One Reply to “Formaður framsóknarflokksins lýgur í fjölmiðlum (og víðar) um Schengen og glæpitíðni”

  1. Það er sama rassgatið undir öllum þessum pólitíkusum , blaðra bara um allt og ekkert , sem fjölmiðlafólk lepur svo eftir eins og aular !

    Aumkunarvert að sjá og heyra fjölmiðlafólk vera bara cpy/paste fyrir pólitíkusa !

Lokað er fyrir athugasemdir.