Bloggari sem ritskoðar grimmt vælir yfir að vera ritskoðaður vegna sóðakjafts og lyga

Ritskoðarinn og hinn kristni öfgmaður Jón Valur vælir núna yfir því að öfgafull della hans um ESB skuli ekki hafa birst á bloggsíðu Já Ísland á blog.is.

Ekki sé ég betur. 1) Þau vilja innlima landið í stórveldi. 2) Innlegg mín á vefsíðuna hafa ekki ennþá birzt, og eru tvö þeirra nær vikugömul, en það þriðja frá í kvöld. Skoðið þau hér til að sjá hvort þau eru ekki birtingarhæf:

Eru samtökin „Já Ísland“ öfugmælasamtök sem beita hikstalaust ritskoðun? Sótt þann 4. Júlí 2011. Tengt í samkvæmt reglum um heimildir, ekki vegna þess að ég vilja vísa í þennan óþverra sem kemur frá Jóni Vali.

Staðreyndin er hinsvegar sú að Jón Valur ritskoðar og bannar alla þá sem eru honum ósammála. Ég hef margoft verið bannaður af vef Jóns Vals á undanförnum árum. Þá bara fyrir það eitt að mótmæla dellunni sem frá honum hefur komið. Í málefnum ESB sem og öðrum málefnum sem hann skrifar um, sem snúast aðalega um hatur á samkynheigðum og hatursfullum málflutningi gagnvart fóstureyðingum.

Þetta væl hans Jóns Vals um að ruglaðar athugasemdir hans um ESB skuli ekki hafa birst á vefsíðu Já Íslands eru því ekkert nema hlægilegar þegar þessar staðreyndir í hugar.