Óróapúls í Kötlu í kjölfarið á jarðskjálftahrinu

Núna fyrr í kvöld hófst óróapúls í Kötlu. Þessi óróapúls kom í kjölfarið á jarðskjálftahrinu sem hófst í öskju Kötlu núna fyrr í dag með jarðskjálfta upp á ML2.4. Núna á þessari stundu er óróinn fallandi, en aftur á móti er ómögurlegt að segja til um hvað þetta þýðir til lengri tíma. Það er hinsvegar ljóst að á þessari stundu að ekkert eldgos er að hefjast í Kötlu.

Þegar þetta er skrifað þá virðist vera ný jarðskjálftahrina að hefjast í Kötlu, þó svo að erfitt sé að segja til um það með fullri vissu á þessari stundu. Klukkan 22:13 UTC þá varð jarðskjálfti uppá ML1.5 samkvæmt sjálfvirku jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands.

Ég mun koma með frekari uppfærslur ef þörf er á því.

One Reply to “Óróapúls í Kötlu í kjölfarið á jarðskjálftahrinu”

  1. Geisp! Leiðinlegt. Jörðin andar. Só wot? Skúbbaðu á því sem þú hefur vit á.

Lokað er fyrir athugasemdir.