Lokaðasta umræðan um Evrópusambands aðild Íslands er í boði Heimssýnar

Það er talsvert skondið að fylgjast með samtökum einangrunar, einokunar og spillingar boða opna umræðu um Evrópusambandið á Íslandi. Það er nefnilega þannig að Heimssýn hefur aldrei staðið fyrir opinni umræðu um Evrópusambandið á vef sínum. Á ráðstefnum sem þeir halda, þá er alltaf eingöngu þeirra hlið sem fær að koma fram en aldrei hin hliðin á málinu.

Það er ennfremur staðreynd að oftast þá fer Heimssýnar fólkið með staðleysur og lygar um Evrópusambandið á vef sínum og almennt í þeirra málflutningi. Hvort sem hann er í fjölmiðlum eða á internetinu. Mig grunar að ástæðan fyrir banni við athugasemdum á bloggsíðu Heimssýnar sé mjög einföld. Þeir vilja ekki neina umræðu þar um þessar fullyrðingar sem þeir setja fram. Vegna þess að þá mundu þessar lygar komast upp og verða flett ofan af þeim, á þeirra eigin vefsvæði.

Það má ennfremur ekki gleyma því að Heimssýn er stofnað og rekið af fólki sem hefur kerfisbundið og skipulega reynt að koma í veg fyrir aukin alþjóðleg tengsl Íslands í gegnum árin. Sem dæmi þá má nefna að Ragnar Arnalds, sem er stofnandi Heimssýnar reyndi að koma í veg fyrir EFTA aðild Íslands og EES aðild Íslands á sínum tíma. Þar sem hann var þá með sama bölvaða ruglið uppi um aðild Íslands að þessum samningum eins og hann er núna með sama bölvaða ruglið um hugsanlega ESB aðild Íslands. Það hefur ekkert breyst hjá honum í þeim efnum.

Ragnar Arnalds er talsmaður þess að loka Íslandi og var það allan sinn stjórnamálferl og er það einnig í dag. Mörgum áratugum eftir að hann hætti að skipta sér að stjórnmálum á Íslandi og fór þess í stað að berjast fyrir einangrun og fátækt íslendinga til framtíðar.

Bloggfærsla Heimssýnar. Þar sem þeir kvarta yfir skort á opinni umræðu um Evrópusambandið. Það er ekki hægt að gera athugasemdir þarna.

Opin umræða í Evrópu, lokuð á Íslandi (blog.is)