Þeir sverja af sér hugmyndafræði öfga-hægri

Ég tek eftir því að hægri-menn á Íslandi eru núna uppteknir við að sverja af sér hugmyndafræðina sem þeir hafa stundað undanfarin ár. Þetta gerist í kjölfarið á fjöldamorðunum í Noregi fyrir tveim dögum síðan. Staðreyndin er hinsvegar sú að afbrigði af þessari hugmyndafræði hefur verið stundað á Íslandi undanfarin ár. Það er auðvitað blæbrigðamunur á milli landa þegar það kemur að þessari hugmyndafræði. Hinsvegar er hugmyndafræðin meira og minna sú sama.

Það er hatast út í útlendinga, það er hatast út í ESB og það er barist gegn aðildarviðræðum og evrunni ef því er að skipta. Þessi hugmyndafræði gengur út á einangrun og „hreint“ þjóðfélag. Þetta er auðvitað ekkert nema fasismi í sinni tærustu mynd og hefur alltaf verið það. Því miður hafa norðurlandabúar orðið værukærir undanfarna áratugi og leyft svona öfgum að þróast og taka á sig mynd í friði. Fjöldamorðin eru síðan það sem gerist þegar einstaklingar innan þessa hóps ákveða að framfylgja þeirri stefnu sem hópurinn boðar.

Þetta er ekki spurning um það hvort að svona voðaverk verði framin á Íslandi. Það skiptir í raun engu máli. Það sem skiptir máli er að svona þjóðernishyggja og fasismi fær að starfa óáreyttur í þjóðfélaginu og taka þar á sig mynd og afla sér fylgis í þingkosningum og sveitarstjórnarkosningum. Þetta hefur gerst á Íslandi og þetta hefur gerst á hinum norðurlöndunum líka. Núna í dag eru afleiðinganar orðnar skelfilegar hjá Norðmönnum.

Á Íslandi eru það Vinstri Grænir sem hafa slegið þetta stef hjá vinstra stjórnmálafólki á Íslandi og hafa gert frá stofnun Vinstri Grænna, hjá hægra stjórnmálafólki á Íslandi þá hafa sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn slegið þetta stef grimmt undanfarið. Þar sem þjóðernishyggja og öfgar eru lofaðar í hástert og samvinna þjóða og friður er gerður tortryggilegur með áróðri og lygum.

Sagan hefur sýnt okkur að þjóðernishyggja og öfgar hversskonar enda alltaf með ósköpum. Því miður hefur þetta núna gerst í Noregi með miklum kostnaði í mannslífum og veraldlegu tjóni. Íslendingar eiga að vera fyrirmynd og hafna þjóðernishyggju hversskonar og lofa þess í stað samvinnu þjóða í ESB og S.Þ og þá friðarhugsun og umburðarlyndi sem af því fæst.

One Reply to “Þeir sverja af sér hugmyndafræði öfga-hægri”

Lokað er fyrir athugasemdir.