Úr Rannsóknarskýrslu Alþingis, Einkavæðing Íslensku bankanna

Eftirtalið er úr Rannsóknarskýrslu Alþingis sem var gefin út árið 2010.

„Ljóst er að vinna við sölu ríkisfyrirtækja og önnur einkavæðing mun halda áfram á næstu árum. Stór fyrirtæki eru ennþá í eigu ríkisins. Nægir þar að nefna viðskiptabanka og fjárfestingalánasjóði.“
Úr inngangi Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, að ritinu Einkavæðing á Íslandi, árið 1997.

6.2 Fyrstu skref í einkavæðingu bankanna
6.2.1 Lagasetningin vorið 1997 og fyrsta salan á hlutafé
Einkavæðing ríkisfyrirtækja var liður í stefnu þeirra ríkisstjórna Sjálf­ tæðis­
s
flokks og Framsóknarflokks sem voru við völd á Íslandi frá og með árinu
1995 og með endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi til loka þess tímabils sem
hér hefur þýðingu. Þau áform beindust einnig að ríkisbönkunum. Um það
má t.d. vísa til orða Davíð Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, í inngangi
að greinasafni um einkavæðingu á Íslandi sem gefið var út í febrúar 1997, sbr.
tilvitnun hér til hliðar.3
Einkavæðing ríkisbankanna átti sér stað í nokkrum skrefum. Vorið 1997
voru sett lög um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka
Íslands nr. 50/1997. Þar var mælt fyrir um stofnun hlutafélaga um bankana
en við stofnun þeirra skyldi allt hlutafé vera í eigu ríkissjóðs. Sala á hlutafé rík-
issjóðs var óheimil án samþykkis Alþingis en ráðherra fékk þó vald til að heim-
ila útboð á nýju hlutafé til að styrkja eiginfjárstöðu bankanna. Samanlagður
eignarhlutur annarra aðila en ríkissjóðs mátti ekki verða hærri en 35% af
heildarfjárhæð hlutafjár í hvorum bankanna um sig. Vorið 1997 voru einn-
ig sett lög um stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. nr. 60/1997
(FBA). Hinn 1. janúar 1998 tók bankinn við öllum eignum, skuldum og
skuldbindingum Fiskveiðasjóðs Íslands, Iðnlánasjóðs, Útflutningslánasjóðs og
Iðnþróunarsjóðs, öðrum en þeim sem ráðstafað var með öðrum hætti sam-
kvæmt lögum um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Ríkissjóður var eigandi alls
hlutafjár í bankanum við stofnun hans en heimilt var samkvæmt 6. gr. að selja
allt að 49% hlutafjárins og skyldu iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra
þegar eftir gildistöku laganna hefja undirbúning að sölu hlutafjár.
Hinn 28. ágúst 1998 samþykkti ríkisstjórnin stefnumótun um sölu hluta-
fjár í bönkunum þremur. Haustið 1998 var heimildin í lögum nr. 50/1997
til útboðs á nýju hlutafé í Landsbankanum og Búnaðarbankanum nýtt. Þá var
boðið út nýtt hlutafé sem nam 15% af heildarhlutafé hvors banka um sig.
Fjöldi áskrifenda í útboðinu hjá Landsbankanum var 12.112, söluandvirðið
1,7 milljarðar króna og gengið í útboði til almennings 1,90.4 Fjöldi áskrifenda
í útboðinu hjá Búnaðarbankanum var rúmlega 93.000, söluandvirðið um einn
milljarður og gengið í útboðinu 2,15.5 Í byrjun nóvember 1998 var heimildin
til sölu á 49% hlutafjár ríkissjóðs í FBA jafnframt nýtt. Alls skráðu 10.734
einstaklingar sig í útboðinu fyrir um 18,9 milljarða króna en útboðsgengið
var 1,4. Til sölu voru hins vegar aðeins 4,665 milljarðar kr. og því kom til
skerðingar á hlut hvers og eins.6 Í framangreindum tilvikum var starfsmönn-
um gefinn kostur á kaupum á sérstöku gengi og í kjölfar sölunnar voru bréf
bankanna skráð á Verðbréfaþingi Íslands.

Þetta er tekið af blaðsíðu 229, 1. Bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis.

One Reply to “Úr Rannsóknarskýrslu Alþingis, Einkavæðing Íslensku bankanna”

  1. Þetta er alveg skelfilegt og ljótt að sjá. Davíð fór með þjóðina á hausinn;(

Lokað er fyrir athugasemdir.