Restin af heiminum er í viðskiptabandalögum

Heimssýn talar mikið um það að sé heimur fyrir utan Evrópusambandið. Það er í sjálfu sér ekkert rangt við þessa fullyrðingu. Það sem er hinsvegar rangt í þessari fullyrðingu hjá Heimssýn er sú hugmyndafræði að íslendingar komist að hjá restinni af heiminum. Staðreyndin er nefnilega sú að restin af heiminum er að gera nákvæmlega það sama og Evrópa hefur verið að gera síðust 60+ ár núna. Restin af heiminum er að sameinast í efnahagsbandalög, tollabandalög og jafnvel myntbandalög til þess að auka samkeppnishæfni sýna til lengri tíma litið.

Þetta er augljóst þegar þessi hérna mynd af skoðuð af heiminum.


Mynd Wikipedia, gefið út undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 License. Efnahagsbandalög í heiminum núna í dag.

Staða mála er auðvitað misjöfn eins og gengur og gerist. Hinsvegar er þróunin öll í sömu átt. Heimurinn er að sameinast efnahagslega, þá í efnahagsbandalög sem hugsanlega renna síðar saman til þess að mynda ný bandalög og ný viðskiptasambönd.

Það sem Heimssýn boðar og aðrir sem skrifa á móti þessari þróun er mjög einfalt. Þessi samtök og þetta fólk sem þar talar vill að íslendingar standi fyrir utan allt þetta og alla þessa samvinnu. Allt vegna þess að þetta fólk er að vernda einhverja sérhagsmuni á kostnað almennings á Íslandi. Enda er það almenningur sem borgar fyrir einangrunarstefnuna sem þetta fólk boðar með verri lífskjörum og hærra vöruverði á Íslandi. Einnig sem að efnahagslegur stöðugleiki er ekki sjáanlegur í hugmyndafræði þessa fólks sem stendur á bak við Heimssýn eða aðra ESB andstöðu á Íslandi.

Þegar nánar er skoðað. Þá kemur nefnilega í ljóst að það stenst ekki neitt hjá andstæðingum ESB á Íslandi. Enda hefur þetta fólk aldrei haft nein rök fyrir þeim fullyrðingum sem það setur fram í umræðuna. Þegar það er gengið á það. Þá forðast það að svara spurningum og fer á flótta undan því að svara það sem það er spurt að.

Heimild: List of free trade agreements – Wikipedia