Íslendingar vilja ekki borga

Íslendingar vilja búa í samfélagi sem jafnast á við samfélögin í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Staðreyndin er hinsvegar sú að allt þetta kostar mikla peninga, en íslendingar vilja ekki borga og hafa lítinn áhuga á því að borga fyrir þá þjónustu sem þeir vilja. Hvort sem það er heilbrigðisþjónusta eða menntaþjónusta. Allt þetta kostar mikla peninga eins og annað.

Þau ríki sem íslendingar vilja gjarnan bera sig saman við á hátíðisdögum (þ.e norrænu löndin) fjármagna samneysluna, menntakerfið, heilbrigðiskerfið og fleiri hluti beint með sköttum. Þar þykir ennfremur sjálfsagt að skattar séu háir svo að hægt sé að standa undir þessari þjónustu við borgarana og samfélagið í heild sinni. Íslendingar eru hinsvegar alltaf á móti skattahækkunum og væla og kvarta alveg ógurlega þegar þær ber á góma. Telja að með skattahækkunum sé verið að gera aðför þeim persónulega. Síðan er vælt og kvartað ennþá meira þegar þjónusta er skorin niður vegna þess að ekki fæst fjármagn í reksturinn.

Íslendingum virðist ekki detta til hugar að þeir séu að fá eitthvað fyrir skattana sína. Eins og til dæmis áðurnefnda þjónustu sem ég nefni hérna að ofan. Þetta er mjög augljóst í umræðunni á Íslandi um skatta og hefur verið mjög augljóst lengi á Íslandi.

Ég veit ekki nákvæmlega ástæðuna fyrir þessu, en mig grunar að þetta tengist ný-frjálshyggju væðingu íslensku þjóðarinnar. Þar sem að efnisleg græðgi var einnig innleidd inn í íslenskt samfélag á mjög skömmum tíma.

Það má í raun segja að Ísland sé Grikkland Norðurlandanna. Eini munurinn er að íslendingar eru ekki í ESB, ekki með evruna og í raun gjaldþrota og mjög líklega hjálparlausir með öllu efnahagslega þegar fram líða stundir.

6 Replies to “Íslendingar vilja ekki borga”

  1. Þú skilur þetta væl betur daginn sem þú ferð sjálfur að borga …

    En þú borgar náttúrulega skatt af þeim tekjum sem þú ferð í gegnum þessa síðu er það ekki ? (framlög og auglýsingatekjur)

    1. Ég hef verið að borga allt mitt líf til þjóðfélagsins. Það er hlutur sem þú munt seint skilja, enda ert þú einn af þessum íslendingum sem ég nefni hérna í bloggfærslunni að ofan.

      Tekjunar af þessari vefsíðu fara inn á danska bankareikninginn minn. Þannig að þær verða gefnar upp þar, og væntanlega skatturinn borgaður í Danmörku. Þar sem það er tvísköttunarsamningur í gildi á milli Íslands og Danmerkur, þá mun ég bara borga einn skatt af þessum tekjum.

      Ég tel reyndar víst miðað við það sem þú skrifar hérna að þú hafir aldrei borgað nokkurn skapaðan hlut sjálfur, og þykist síðan hafa efni á því að gagnrýna þá sem benda á þennan sannleika í íslensku þjóðfélagi.

  2. Þú lest aldeilis mikið út úr þessu litla sem ég skrifaði. Í framtíðinni mæli ég með að þú teljir upp á 10 (og kannski rúmlega það) áður en þú svarar. Svona ofsafengin skrif skila litlu öðru en að gjaldfella annað sem þú hefur skrifað, sem margt er annars ágætt.

    Ég er svo heppinn að hafa ágætis tekjur sem ég greiði að sjálfsögðu af eins og lög gera ráð fyrir – er meira að segja svo heppinn með tekjur að við hjónin fáum engar barnabætur með fjórum börnum semöll undir 10 ára gömul. Ef þú efast eitthvað um þetta get ég s.s. sent þér kennitöluna mína og þá getur þú flett mér upp !

    Ég er líka einn af þessum heppnu sem tók enga áhættu og bruðlaði ekki í „góðærinu“ – en tel mig samt heppinn um hver mánaðarmót að eiga fyrir mat ofan í fjölskylduna.

    Ég ætla hinsvegar að fá að spyrja þig nokkurra spurning, sem þú velur hvort þú svarar eða ekki …

    Afhverju þú gefur upp tekjur í Danmörku en ekki á Íslandi ?

    Finnst þér eðlilegt að greiða skatt í Danmörku en þiggja bætur á Íslandi ? (er það yfir höfuð löglegt ?)

    Hvers vegna telur þú að þú þurfir ekki að fara eftir reglum um skil á gjaldeyri ?

    1. Ef að þú ert með tekjur sem duga fyrir þessu sem þú lýsir hérna. Þá ertu með yfir 3.6 milljónir í mánuði í tekjur. Sé tekið mið af tekjutengingu barnabóta (http://www.rsk.is/einstakl/abf/barnab).

      Þær tekjur sem ég hef í Danmörku gef ég upp þar. Þó svo að ég sé ekki búsettur í Danmörku núna í augblikinu. Þær tekjur sem ég er með á Íslandi, eru gefnar upp þar.

      Ég fæ bætur frá Íslandi vegna þess að ég er öryrki á Íslandi og íslenskur ríkisborgari. Ég er ekki danskur ríkisborgari og get því ekki fengið örorkubætur þaðan. Til að fá full réttindi þarf ég að búa að lámarki fimm ár í Danmörku.

      Það er mitt lögfræðilega álit að lög um skil á gjaldeyri séu ólögleg á Íslandi og í andstöðu við EES samningin og stjórnarskrá Íslands (ákvæði varðandi eignarrétt). Ennfremur tilheyrir bankareikningur minn í Danmörku danskri lögsögu og dönskum lögum. Það er engin skilaskilda í dönskum lögum varðandi eign mína í Danmörku, sem er varin af dönskum lögum, og ef útí það fer. Dönskum dómstólum. Það kom upp svipað dæmi í Svíþjóð í upphafi kreppunar, íslensk yfirvöld töpuðu málinu fyrir sænskum dómstólum.

      Þannig að ég lít svo á að ég sé í fullum rétti að hunsa lög á Íslandi um skilaskildu gjaldeyris, og ég mun halda áfram að gera það. Ef að Seðlabankinn reynir eitthvað þá mun ég fara með málið beint til ESA og EFTA dómstólins, og tala ennfremur við ESB sem er framkvæmdaraðili að EES samningum gagnvart Íslandi.

      Annars er þessi bloggfærsla ekki um mig. Þessi bloggfærsla er um fólk eins og þig, sem vill ekki borga. Eina ástæða þess að þú borgar til samfélagsins er sú að þú ert neyddur til þess af yfirvöldum á Íslandi.

      Það sést langar leiðir í gegnum skrif þín hérna. Skrif mín eru ennfremur ekki ofsafenginn. Þú ert hræddur við sannleikann í málinu, það er ástæða þess afhverju þú kallar skrif mín „ofsafengin“ hérna.

  3. Konan segir já takk við 3.6 – en því miður eru sameiginlegar tekjur okkar nær milljón (fyrir skatt) – þegar ég sagði engar barnabætur var ég að ýkja, kannski fáum við einhverstaðar nálægt 10 þús. krónum eða svo í hvert skipti …

    Mér þykir hinsvegar mjög leitt að þú gerir mér upp skoðanir, ekkert hef ég minnst á að ég vilji ekki borga eða sé ekki samþykkur því að greiða fyrir þjónustu.

    Mér finnst hinsvegar ekkert óeðlilegt við það að almenningur „væli“ yfir t.d. mögulegum hækkunum á virðisaukaskatti á matvælum (sú skattahækkun sem nú er í umræðu), því þó svo að skatturinn lækki á móti á öðrum vörum kemur hann ekki aðeins til með að hækka útgjöld míns heimilis (stór hluti þess að reka stórt heimili eru jú matarinnkaup) – heldur kemur hann einnig til með að auka skuldir heimilisins (enda mun vísitalan hækka).

    Þegar kemur að lögfræði treysti ég mér hinsvegar ekki til að dæma um, er ekki löglærður maður – en eitthvað segir mér að varla geti talist löglegt að þiggja bætur í einu landi en telja upp tekjur i öðru. Eitt símtal í tryggingastofnun ætti nú s.s. að geta svarað því er það ekki ?

    Vinnandi menn þurfa góðan nætursvefn – svo ég segi góða nótt 😉

    1. Ég legg til að þú lesir þér til. Reiknivél skattsins er ennfremur mjög skýr hvað varðar barnabætur. Ég gáði hvað reiknivél skattsins gaf mér þegar árs-tekjurnar eru 3.6 milljónir miðað við 4 börn.

      Ég er ekki að gera þér upp skoðanir. Þú ert að einfaldlega að snúa útúr því sem ég er að segja. Ég túlka hinsvegar orð þín eins og þau koma fram miðað við þær forsendur sem ég hef til staðar.

      Ég þigg bara bætur frá Íslandi. Þær bætur eru taldar upp sem tekjur á Íslandi og eru skattlagaðar þar, samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er allt saman löglegt og eðlilegt. Það sem meira er, samkvæmt tvísköttunarsamnings Íslands og Danmerkur þá tryggir þetta að ég þarf aðeins að borga einn skatt af þessum tekjum. Ég er ekki krafin um skatt tvisvar af þeim tekjum sem ég hef. Gildir þá einu hvort að ég er með þær í Danmörku eða á Íslandi. Lögheimili er aukaatriði í þessu samhengi vegna tvísköttunarsamnings Íslands og Danmerkur.

      Ég kannaði málið vegna þess að ég er að undirbúa skattaskýrslu ársins 2011 þegar ég þarf að skila henni árið 2012. Ég er líka vinnandi maður, þó svo að þú haldir að ég sé það ekki.

Lokað er fyrir athugasemdir.