Einokunarsamtök berjast gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Samtök afurðarstöðva í mjólk og kjöti (SMK) skuli berjast gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Það er staðreynd að mjólkurfyrirtæki eru undanþegin samkeppnislögum á Íslandi og hafa því algera einokunaraðstöðu á Íslandi. Kjötvinnslufyrirtæki eru ekki undanþegin samkeppnislögum á Íslandi, en fara mikið á svig við þau virðist vera.

Þetta eru helstu andstæðingar Evrópusambands aðildar á Íslandi. Sérhagsmunasamtök sem vilja viðhalda einokun sinni á Íslandi um alla framtíð. Enda mundi Evrópusambands aðild á Íslandi þýða endalok einokunar á ýmsum vöruflokkum á Íslandi.

Fréttir af þessu.

Vilja að fallið verði frá aðildarumsókn (mbl.is)
Segir aðildarumsóknina sundra þjóðinni (Vísir.is)