Fáránlegur fréttaflutningur á Íslandi af ESB og evrusvæðinu

Fréttaflutningurinn af evrusvæðinu og Evrópusambandinu á Íslandi er fáránlegur. Gildir þá einu hvaða fjölmiðil er um að ræða. Það nefnilega virðist sem að hvaða slúður sem er um Evrópusambandið og Evrusvæðið rati í íslenska fjölmiðla sem staðreyndir. Á meðan staðreyndin er sú að umræddar fullyrðingar eru ekkert nema bara bara tómt bull og standast ekki nánari skoðun.

Nýjasta dæmið eru fréttir þess að rætt hafi verið að víkja Grikklandi úr evrusvæðinu. Ekkert slíkt er í loftinu og fullyrðingar í íslenskum fjölmiðlum þess efnis eru rangar. Enda er augljóst að fari Grikkland úr evrusvæðinu þá verður það raunverulega gjaldþrota, ekki bara í alvarlegum efnahagsvandræðum eins og staðan er núna í Grikklandi. Staðreyndin er sú að rangar fréttir eru einnig fluttar af erlendum fjölmiðlum og er þetta bara ein af þeim fréttum.

Persónuleg skoðun Hollenska Forsætisráðherran hefur ekkert með þetta mál að gera. Enda getur hann sagt hvað sem er, það gerir það sem ekki að staðreyndum. Hinsvegar er það staðreynd að Grikkland er ekki að fara úr evrunni á næstunni.