Lygi Árna Páls Efnahags og viðskiptaráðherra

Til þess að réttlæta gjaldeyrishöft á Íslandi. Þá kom Árni Páll Efnahags og viðskiptaráðherra með þessa fullyrðingu samkvæmt frétt á Vísir.is.

Árni Páll segir margt þurfa að koma til svo afnema megi höftin. Mörg lönd í Evrópu séu að taka upp gjaldeyrishöft þessa dagana vegna erfiðleika á alþjóðlegum mörkuðum.

Þetta er rangt. Það eru ekki nein lönd að taka upp gjaldeyrishöft í Evrópu. Innan Evrópusambandsins eru gjaldeyrishöft ólögleg og verða ekki sett af aðildarríki Evrópusambandsins. Lönd sem standa utan Evrópusambandsins geta hinsvegar sett gjaldeyrishöft ef þeim þykir það kostur. Slíkt er hinsvegar vantraustyfirlýsing á efnahagsstöðugleika viðkomandi ríkis um langa framtíð.

Með þessari lagasetningu þá hafa Íslensk stjórnvöld komið með áframhaldandi vantraust á íslenskt efnahagslíf um óákveðin tíma. Það þýðir ennfremur lítið fyrir sjálfstæðismenn að tala um afléttingu gjaldeyrishaftana. Þar sem þeim verður ekki aflétt af þeim eða nokkrum stjórnmálaflokki á næstu áratugum með núverandi áframhaldi. Það bara mun ekki gerast vegna óstöðugleika og vantrausts á íslenskt efnahagslíf.

Fréttir af fábjánagangi Árna Páls.

Heimilt að framlengja gjaldeyrishöftin til 2013 (Vísir.is)