Sumir vilja banna öryrkjum að hafa skoðun í íslensku samfélagi

Það virðist sem að það sé raunverulega til hópur af fólki á Íslandi sem vill koma í veg fyrir að öryrkjar og aðrir sem ekki eru fullir heilsu fái að hafa sína skoðun á málefnum líðandi stundar. Þessu fólki finnst að öryrkjum og öðrum sem ekki eru fullir heilsu eigi ekki að hafa skoðun vegna þess að þeir eru á framfærslu ríkisins á örorkubótum og þar að leiðandi skattgreiðendum. Eins og allir þeir sem vilja vita. Þá eru hvorki örorkubætur eða ellilífeyrisbætur mjög háar og duga oft á tíðum varla fyrir nauðsynlegustu nauðsynjum á Íslandi.

Það sem fer hérna á eftir er samtal mitt á eyjan.is við mann sem er með falskan facebook prófil (allavegana mynd) og telur að ég sé einskynsnýtur maður vegna þess að ég er öryrki og lifi í dag á örorkubótum.

Ég verð mjög fegin þegar ég flyt aftur til Danmerkur á næsta ári. Þar sem ég verð laus við svona vitleysinga. Enda er það viðurkennt í dönsku þjóðfélagi að fólk ræður ekki alltaf stefnunni sem líf þeirra tekur. Öryrkjar eru í þeim hópi fólks. Enda kýs engin sér að verða öryrki eða óskar þess.

Uppfært: Þessi maður taldi nauðsynlegt að sína heiminum frekar fram á það hversu mikill hálfviti hann raunverulega er.