Ekkert eldgos að hefjast í Hamarinum

Mér þykir líklegt miðað við þann óróa sem er að koma fram á jarðskjálftamælum Veðurstofunar í kringum eldstöðina Hamarinn að eldgos sé að hefjast þar. Það eru allar líkur á því að þetta sé smá eldgos, en það gæti þó breyst án nokkurrar viðvörunar. Ég reikna með jökulflóði innan nokkura klukkutíma frá þessu svæði ef að vatnið sem bráðnar nær að brjóta sér leið undan jökli.

Hvar þetta eldgos er nákvæmlega hef ekki hugmynd um, en engir jarðskjálftar hafa komið fram ennþá sem gefa upp staðsetninguna á þessu eldgosi þessa stundina.

Eftir eina uppfærslu á óróanum á Skrokköldu SIL stöðinni. Þá er ljóst að ekkert eldgos er að hefjast í Hamarinum. Þetta er því bara fölsk viðvörun eins og þær gerast bestar.

Bloggfærlsa uppfærð klukkan 09:57 UTC þann 27. September 2011.