Talan sem Morgunblaðið nefnir ekki í frétt um Danmörk og Evruna

Fréttaflutningur Morgunblaðsins af Evrópusambandinu og evrunni (sem LÍÚ gerir upp í og notar til þess að fjármagna rekstur Morgunblaðsins) er oft á tíðum lyginni líkastur. Enda er þar á ferðinni ekkert nema lygi og blekking.

Nýjasta fréttin af þessu fjallar um hina meintu miklu andstöðu Dana við upptöku evrunnar í Danmörku. Frétt Morgunblaðsins er byggð á frétt í sænskum fjölmiðli. Þá frétt er hægt að lesa hérna. Morgunblaðið getur ekki heimilda þegar þeir vinna upp erlendar fréttir og þýða yfir á íslensku.

Það sem er einnig ekki nefnt í frét Morgunblaðsins er sú staðreynd að 28,1% dana í þessari könnun eru óákveðnir. Þetta er mjög mikið hlutfall og einnig sú staðreynd að fjöldi þeirra sem taka þátt í þessari könnun virðist ekki vera gefinn upp. Þetta er samkvæmt Wiki grein um Danmörk og evruna (þarf ekki að vera rétt núna).

Danir eru einnig de-facto með evruna, þar sem gengi dönsku krónunar er fast við gengi evrunnar á genginu 7,46 með 2,25% vikurmörkum.

Blaðamenn Morgunblaðsins eru ekki hlutlausir varðandi umfjöllun sína um Evrópusambandið eða evruna og hafa aldrei verið það síðan ritsóðinn Davíð Oddsson varð þar ritstjóri eftir að hann lagði efnahag Íslands í rúst með geðveiki sinni.

Frétt Morgunblaðsins.

Evruandstaða eykst í Danmörku